14.3.2011 | 10:50
Ævintýrarúntur
Við skutluðum börnunum í skólann og Betu svo heim. Ég og Sebs fórum þvínæst í ævintýrarúnt í kringum svæðið. Ég lét bara Garmin gps tækið reikna út hvar næstu golfvellir væru, stillti AcDc ,,highway to hell" í botn og svo bara operation GO.(lagið var óskalag).
Sá fyrsti sem við fundum var Amerískur Members only klúbbur með B.B. King bakvið búðarborðið í Proshoppinu. Hann var með attitude þannig að við fórum bara. Nennum ekki að tala við fólk sem nennir ekki að tala við fólk.
Næsti klúbbur var Wiesbadener Golf eða eitthvað álíka. 9 holu völlur sem var bara með opið á vetrargrín. Lame.
Þriðji og síðasti klúbburinn heitir Mains-Taunus og var flottur. Loksins fólk sem nennti að afgreiða okkur félagana. Eini gallinn við hann var verðið. 95 friggin evrur fyrir einn friggin hring. Rúmlega 15þ kjéll!!!
Sjensinn.
Reyndar var þetta verðið um helgar, virka daga einungis 60 evrur eða tæplega 10þ. KABLOOEY!!!!
Ekki að ræða það.
Það virðist vera sem golf sé soldið mikið bara ríkumannasport hér í Þýskalandi. Sem skýrir af hverju ekki fleiri þjóðverjar eru góðir á túrnum.
Þannig var það t.d. á Spáni í denn áður en að túristagolfið opnaði þetta soldið. Þróunin þar hefur líka verið sú að fleiri og fleiri ungir spánverjar eru að gera góða hluti einmitt útaf því að almenningur kemur meira og meira inn í sportið.
Á Íslandi er þetta einmitt pjúra almenningssport.......hmmmm....af hverju eru ekki fleiri íslendingar þá á túrnum!
Útaf því að við sökkum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rólegur T-pain!
Ingi Fannar (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:46
dreg þetta umsvifalaust tilbaka!
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 14.3.2011 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.