Leita í fréttum mbl.is

Kodak móment

Ég man nkl eftir atvikinu sem breytti mér úr normal unglingi í eitthvað annað. 

Ég rölti inn í andyri heimavistar Menntaskólans á Akureyri. Tók af mér skónna og labbaði upp fyrstu tröppurnar. Þegar ég svo ætlaði að henda mér áfram upp á aðra hæð heyrði ég eitthvað óma úr salnum þar sem fólk venjulega hékk, spilaði snóker og tónlist.

Ég heyrði eitthvað fokktop framandi indverskt hljómandi gítarriff. Eftir nokkrar sekúndur af þessu kikkuðu léttar trommur inn og ég snéri um hæl. hmmm? áhugavert.

Ég labbaði inn í salinn og er ég var kominn nokkur skref inn kikkaði bassalínan inn. Vó! töff.

Ég stóð í nokkrar sekúndur og horfði á græjurnar.

Sek 28.....vó! hvað er þetta hunang sem vellur þarna út! 

Sek 54....BEM! ég settist niður í sófasettið sem þarna var við græjurnar og hef ekki staðið upp síðan.

Skyndilega var framtíðin orðin mun skýrari! 

Ég sá og heyrði umsvifalaust betur ásamt því að eistun á mér stækkuðu um sirka 2 rúmsentimetra.

 

---------Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði í Smashing Pumpkins------------

 

Fram til þessa hafði ég aðallega verið Likku og Guns fan og rétt byrjaður að fíla Nirvana. 

Þetta gjörbreytti öllu.

Hvað var það sem ég heyrði.....friggin Big Muff! og nóg af honum.

Billy notaði Big Muff mikið við gerð Siamese dream. það heyrist vel í þessu fyrsta lagi sem ég heyrði með þeim.

Hummer. 

Veit ekki hvort hann notaði muffinn í upphafs riffinu. Gæti verið. En það var á sek 28 og svo aftur á sek 54 þegar mesta impaktið varð. Ég vissi ekki þá hvað væri að gera þetta hljóð en ég vissi bara að Billy var að gera það með gítar og að þetta var fallegasta hljóð sem ég hafði heyrt.

Þegar ég heyri þetta sánd þá sé ég stundum hunang fyrir mér. Þykkt, vel brúnt, hunang sem er að hellast niður. Electro-Harmonix sem framleiðir pedalinn líkir þessu við ,,...rich, creamy, violin like sustain...".

Ekki missa af 1:06 þegar þetta þykka hunang lekur svo niður.

Þetta lag er heill veggur af Big muff gítarrásum. Las að hann var að leggja rás ofan á rás af big muff gítar og pana þetta hægri vinstri. Þetta er kannski ekki lagið með flestum rásum en lög eins og Cherub Rock, Quiet og Mayonaise eru böðuð í hunangi.

Þetta lag er á top 3 hjá mér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153392

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband