Leita í fréttum mbl.is

Isave, usave, we all save for Islave.

Nokkrar áhugvaverðar staðreyndir um Icesave málið. Þetta eru ekki mín orð, heldur eitthvað sem ég sá á FB og svaraði soldið mínum spurningum um þetta annars leiðinlega mál. Fínt að hafa smá þekkingu á þessu.

Voilá:

í fyrsta lagi er búið að "dæma í þessu máli" Nákvæmlega sama staða kom upp í þýsklandi fyrir 10 árum þegar þýskur banki fór á hausinn. Innistæðueigendur töldu að ríkið ætti að ábyrgjast innistæður. Evrópudómstóllinn dæmdi að ríkisábyrgð væri ólögleg og þó að þýska fjármálaeftirlitið hefði bruðist þá skapaði það ekki skaðabóta ábyrgð þýska ríkisins.

Í öðru lagi þá er Bretland í sambærilegri stöðu og Ísland varaðndi breska banka sem fóru á hausin á Mön. Innistæðu eigendur á mön hafa krafist bóta frá Bretlandi, en Bretar neita öllu með þeim rökum að Mön hafi fengið fjármagnstekju skatt af innlánunum á Mön. Bretar fengu 40% fjármagnstekju skatt af innlánum á Icesave.

Í þriðja lagi eru að ræða bresk stjórnvöld og breska þegna. Bretar afhenda eigin þegnum fjármagn sem þeir geta sjálfir fjárfest fyrir. Þegnarnir borga 40% fjármagnstekju skatt. En við eigum að greiða 100% vexti af láninu. Þar með eru Bretar og sama staða er uppi á Hollandi betur settir og "græða" á þessum gjörningi.

í fjórða lagi er hægt að rifja upp ótrúlega árás Breta á íslenskt efnahagslíf með hryðjuverkalögum. Þessi árás gerði það að verkum að eignasafn Landsbankans varð fyrir ómetanlegu fjárhagstjóni.

Í fimmta lagi þá snýst þetta um ríkisábygð á innistæðutrygginasjóði. Skv þessum icesave fjárkúnum þá eigum við að bera ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði vegna þess að það hafi alltaf verið ábyrgð á honum. Þessi málatilbúningur er móðgun við almenna skynsemi.

Þetta er dæmi um nokkra punkta sem gera það að verkum að það er algerlega fráleitt að við eigum að bera allan kostnað af þessu einir og það með vöxtum!

Þar hafiði það.

P.s. svo er ótrúlegt að horfa uppá þennan hræðsluáróður sem núna er verið að blasta á okkur frá öllum áttum. Þetta eru oftast handbendlar samfylkingarinnar og maður ætti nú allavega að deila með nokkrum í slíkan málflutning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband