9.2.2011 | 07:58
Fatastríð
Bauð Betu út að borða um helgina. Við vorum að hafa okkur til og ég geng út úr svefnherberginu í svipaðri peysu og þessari. Nema bara örugglega mun eldri og með tíglamynstri(sænsku golfpeysunni fyrir þá sem þekkja til).
Beta neitaði að fara út með mér!
Ég meina.....gömul gul tíglapeysa plús svartar gallbuxur. Það er náttla bara kljéssik dinner klæðnaður.
Beta stóð föst á sínu. Settist í sófann með krosslagðar hendur og allt!
Ég fór því aftur inn í svefnherbergi og gramsaði í peysunum mínum. Kom þaðan út í skær grænni peysu og setti Betu afarkosti. Sú græna ásamt rauðu Bowie skónnum mínum eða sú gula.
Ótrúlegt en satt þá sættist hún á þetta ensamble. Skær græn í stað gulrar tíglapeysu! ekki í lagi.
Vegamót hafði aldrei verið jafn vel upplýst og ríkt af litadýrð og þetta kvöldið.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sko, þessi gula peysa virkar, að mér finnst, mjög vel í golfinu eða á sólríkum sumardegi...en þarna við þessar aðstæður var þetta eins og ef veiðimaður hefði ætlað að fara í vöðlunum sínum út að borða. Bara einhvernveginn passaði ekki.
En líka, bara svo það sé á hreinu, þetta er í eina skiptið sem ég hef mótmælt svona harkalega. 99,9% tímans virði ég skoðanir og smekk annarra, en þegar ég finn þörfina til að láta í mér heyra...þá geri ég það kröftulega, eyði ekki púðri í annað!
betz (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 09:49
T-Pain!
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.2.2011 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.