4.2.2011 | 12:46
dagur í lífi Sebas
Það sem er að gerast í lífi Sebas:
Fyrir honum er ég pabbi. Þannig að núna er það nýjasta að segja stöðugt ,,þegar ég verð pabbi, þá...."
t.d. ,,þegar ég verð pabbi, þá má ég keyra bíl" og líka ,,þegar ég verð pabbi, þá verð ég stærri en þú".
Hann notar þetta mikið.
Svo sagði hann allt í einu upp úr þurru ,,pabbi, ég elska stelpur"
Sem er bara helvíti fínt.
Hann virðist líka vera búinn að velja sér starfsgrein. Hann segist vilja vera kappakstursmaður. Hann heldur mikið uppá Sebastian Vettel. Hann segir að þá munu allar stelpurnar vilja vera með honum.
Ég sver það, það er ekki ég sem kenni honum þetta. Mér finnst þetta meira að segja pínu too much þetta með stelpurnar. Algjör óþarfi að byrja svona snemma.
Ég spurði Maríu að þessu en hún segist ekki heldur hafa kennt honum þetta. Hlýtur þá að vera frá leikskólanum hans.
Maður reynir að tóna þetta niður.
Svo notar hann soldið ,,mjög snillingur" þegar einhver gerir eitthvað töff.
,,vó! hann er mjög snillingur"
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.