19.1.2011 | 10:09
Rokk er dautt?
Það er mikið í umræðunni núna að Rokk sé dautt. Það eru fá rokklög á vinsældarlistum og R&B og Bieber tröllríða steríliseruðum markaði sem er hreint út sagt leiðinlegur. Hvað er að gerast spyr fólk sig. Hvar er rokkið! Er það dautt!
Mig langar bara að leggja orð í belg varðandi það:
K-J-E-F-T-I!
Halló! man fólk ekki lengra tilbaka en nokkur ár!
Ég meina, það sem er að gerast núna er bara það sem alltaf gerist.
Leyf mér að útskýra.
Núna standa mál þannig að á listum yfir vinsælustu lög víðsvegar um heiminn eru rokklög mjög fá. Og þau sem eru talin rokklög eru bara lög með Arcade Fire eða Florence and the whogivesacrap og slíkt. Ekkert rokk við það. Popp í besta falli.
Ok, rokk í lægð. So what else is new. Þetta gerist alltaf á áratuga fresti eða svo.
1980: Pönkið ruddi diskói og stöðnuðum old skúl rokkurum úr vegi.
1990: Grunge kom með Nirvana, Smashing Pumpkins, Soundgarden og Pearl Jam og ruddi soft poppi og viðbjóðs eitís krappi í burtu.
2000: Harðkjarna tónlist eins og Limp Bizkit og Korn ruddu næntís tónlist í burtu.
2011: ?
Þessi ártöl eru náttla ekki alveg upp á hár en við erum að tala um sirka. Alveg eins og lámarkinu núna var ekki náð 2010 heldur kannski, vonandi 2011 eða 2012.
Þessi fjarvera rokksins þýðir bara eitt. Núna erum við að verða vitni að einhverri stórkostlegri byrjun. Einhver ný og skemmtileg rokk sena að fæðast kannski? Hver veit. Kannski eitthvað allt annað.
En líklegt er þó að það verði andstæða við soft R&B og slíkt og það gleður mig. Það getur ekki verið annað en jákvætt. Við erum búin að vera hlusta á krútt / folk / póser /hip hop /R&B /Bieber /Beyonce /retro sökkass tónlist nógu lengi. Stöff sem er fjöldaframleitt og leiðinlegt.
Allavega, vonandi er botninum náð og vonandi stöndum við nú á barmi nýrrar senu sem verður actually skemmtileg, rokkuð og fersk.
Disclaimer I: Ég fíla ekki pönk, Limp Bizkit og slíkt. En kann samt að meta að þetta stöff hreinsaði aðeins til á tónlistarmarkaðinum.
Disclaimer II: Ég geri mér grein fyrir að það er fullt af snilldar tónlist líka til þarna úti, það veit ég best sjálfur. Hér er ég bara að tala um heildarmyndina og svona það sem er almennt séð talið vinsælt nú til dags.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.