Leita í fréttum mbl.is

listin að tala við ókunnuga

Var að rölta inn í klefa í Hreyfingu og sá þá herbergi sem var merkt ,,viðhald".

Ég sá góðlátan eldri mann labba þaðan út og hann var klárlega svona allt muligt gæjinn á staðnum. Svona gæji sem skiptir um ljósaperur og lagar klósett.

Allavega, þá fór ég bara inn í klefa og var að klæða mig í stuttbuxur og slíkt þegar hann kemur inn í klefan.

Hann var eitthvað svo góðlegur að mig langaði að tala við hann.

Eftirfarandi er samtal okkar inn í klefa í Hreyfingu:

ég: ,,Ert þú með viðhald?"
Hann: ,,uuu já, af hverju?"
ég: ,,nei bara, það eru ekki allir svona opinskáir með slíkt, með sérmerkt herbergi og allt".

Það tók hann nokkrar sekúndur að fatta hvert þetta samtal stefndi en loks læddist bros yfir þetta gamla en góðlátlega andlit.

Við spjölluðum pínu meira og hann hafði gaman af unga stráknum sem þóttist vera fyndinn. Hann minntist á að það hafi ekki verið hans hugmynd að merkja herbergið svona en þetta væri nú orðið innanhúsbrandari.

Alltaf gaman að spjalla við ókunnuga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband