Leita í fréttum mbl.is

VARÚÐ! Major gítar perra færsla: Digitech RP90

Ég gerði kaup aldarinnar með því að leita uppi Digitech RP90 á netinu. Miðað við að ég borgaði bara 7þ fyrir hann þá er þetta besti multi effect sem út hefur komið.

Digitech RP90

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hljómar ótrúlega vel, og mun framar vonum miðað við að það eru multi effectar sem eru á yfir 100þ kjell þarna úti. Þessir dýru verða nú heldur betur að hljóma eins og guð að prumpa í autotune til að réttlæta sig.

Undir húddinu er eftirfarandi: 

100 presets (100 mismunandi hljóð sem líkja eftir frægum gítarhljóðum eins og Slash, AC/DC, Hendrix, Led Zep o.fl.), 50 factory og 50 sem ég get breytt og gert að mínum.

Það sem seldi mér þessa græju, fyrir utan verðið, var að maður rennir í gegnum öll 100 presettin með upp og niður fótpedölum. Það eru nefnilega margar græjur í þessum verðflokki sem maður þarf actually að beygja sig niður og skipta um bank. Eins og á Boss ME-20, þar sem maður hefur í raun bara þrjú presett í fótum og þarf svo að beygja sig niður til að skipta um bank til að komast í næstu þrjú.

Allavega, inn í þessu kvikindi eru 12 ampar. Eftirlíkingar af frægum ömpum eins og 57 Fender Tweed Deluxe, 68 Marshall (plexi), 83 Marshall JCM800, 63 Vox AC30 og 01 Mesa-Boogie Dual Rectifier(sem ég er spenntastur yfir).

6 Distortions eins og Ibanez TS-9 Tube Screamer, Boss DS-1 og EH Big Muff Pi (sem ég er spenntastur yfir).

15 Mods eins og Boss CE-2 Chorus, Flanger, Phaser, YaYa(tal effekt), Whammy og allt þetta basic stöff.

4 Delay, Analog, digital, Pong og Tape. 

3 Reverb, Fender Twin Reverb(Spring), Room reverb og Hall reverb.

Svo er expression pedal sem maður getur notað til að stjórna hljóðstyrk, Dunlop Cry Baby Wah og styrk á öllum Moddunum eins og hve mikið tremoloið víbrar og slíkt. Svo er líka hægt að nota hann til að skipta úr humbucker hljóði yfir í Single coil og öfugt

Svo er náttúrulega EQ á þessu, Noise gate og compressor. 

Mínusinn er sá að það er ekki loop og ekki usb tengi aftan á til að tengja við tölvu og taka upp í Cubase. Hljótum að geta reddað því. Tengi bara úr out-inu yfir í input jackið á tölvunni, þarf converter í það. Gæti líka bara keypt mér tæki sem er milliliður á milli gítars og tölvu. 

Anyhú, takið alla þessa ampa, alla þessa effekta, mig, maníu og smá malt í glas og þið fáið út mann sem ekki mun baða sig næstu daga vegna tímaskorts til að gera eitthvað annað en að leika sér að þessu KVEK-ENDE!

P.s. svo er ótrúlegt hvað minn pís of shit magnari nær að skila öllum þessum hljóðum bærilega.

Ég segi nú samt bara eins gott að það er hægt að plögga heyrnatólum í græjuna. Þá getur greyið Beta allavega sofið á nóttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband