13.1.2011 | 07:43
að standa við hluti
Ég fann tæki sem ég virkilega vildi eignast á hugi.is fyrir tæplega viku síðan. Á hálfvirði miðað við búðarverð og ég fáránlega spenntur.
Hafði samband við gæjann og hann vildi selja mér stykkið. Frábært.
Hann ætlaði að senda mér sms með tíma og stað daginn eftir. Frábært.
Ekkert gerðist daginn eftir. Pirr.
Svona gekk þetta í 4 daga. Hann sagðist alltaf ætla að hafa samband, því hann var með númerið mitt en ég ekki hans, en ekkert gerðist og ég sendi alltaf ,,WTF!" mail um kvöldið.
Fjóra daga í röð.
Óþolandi manneskja.
Loksins, loksins í gærkvöldi hringdi kvikindið. Við samþykktum að hittast á hlutlausum stað. Ég mæti snemma enda spenntur. Gæjinn rúllar inn á stæðið og allt að gerast. Við stígum báðir út úr bílunum og hann réttir mér tækið. Þetta er ekki tækið sem hann sagðist eiga!
Æðislegt.
Ég, að sjálfsögðu, horfði bara á fávitan með undrunarsvip og labbaði í burtu án þess að kaupa tækið.
Er hægt að verða meira pirraður en ég er akkurat núna!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.