Leita í fréttum mbl.is

Tónleikar

Fórum á Who Knew í gærkvöldi. Djöfull eru þeir magna-fissi-cent.

Húsið opnaði kl 21 og fyrsta hljómsveit átti að byrja kl 22. Við krúsuðum því bara salíróleg niður laugaveginn kl 22:15 og ætluðum að mæta um 22:30.

Í bílnum velti ég því fyrir mér hvort á þessum tímapunkti meðlimir who knew væru ekki bakvsviðs akkurat núna að snorta kókaín og með almenna stjörnustæla.

Ég komst brátt að því að svo var ekki því er við löbbuðum að dyrunum á Sódóma þá sáum við söngvarann.

Dúnklæddur með eyrnaband í brjáluðum kulda. Hann tók á móti okkur og þetta er ekki meira rokk en svo að hann var í dyrunum og seldi okkur aðgang!

Þó vonsvikinn ég var að þetta væri ekki sveittara en það, þá var gaman að spjalla við hann, enda lítill, krúttlegur og fyndinn.

Hann heitir Ármann og spurði okkur hvort við vildum ekki töffarastimpil. Við jánkuðum því og hann krotaði ,,töffari" á úlnliðinn hennar Betu og svo ,,Skvísa" á minn.

Sing for me Sandra byrjuðu svo loks kl 23 og voru ekkert spes. Mjög auðgleymanlegir og ekki með töff sviðsframkomu. Kannski svona band sem þarf 1-2 ár í viðbót af spilamennsku til að gela sig saman og búa til skemmtileg lög.

Nolo voru næstir. Þeir eru sennilega krúttlegasta hljómsveit landsins. Þeir eru tveir ungir, nördalegir piltar. Einn á fokkt up límdan saman gítar og hinn á skemmtara og orgel. Þeir voru samt skemmtilegri en fyrri hljómsveitin.

Loks stigu Who Knew á svið kl 01. Þeir eru þéttir og sennilega besta band íslands um þessar mundir. Ótrúlega töff sviðsframkoma og brjáluð lög. Söngvarinn krúttlegi var kominn úr að ofan og neðan eftir nokkur lög. Þeir eru svo að fara út í aðra tónleikaferð til Þýskalands á mánudaginn.

Heimsfrægð bíður ef rétt er haldið á spilunum. Sem er pottþétt ekki málið, enda íslendingar sem halda örugglega að þetta komi allt af sjálfum sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband