7.1.2011 | 14:58
...and justice for Jason
Er að hlusta á ...and justice for Jason.
Fyrir likku aðdáendur þá er þetta redemption því eins og flestir vita þá var fjórða skífa Metallicu soldið gölluð.
Á "...and justice for all" skífunni var bassinn skrúfaður nánast alveg niður í mixinu og fyrir vikið hljómaði hún mjög glerhörð og tinnuð. Sem mér fannst bara ógisslega kúl og alltaf prumpað í almenna átt þeirra sem halda fram að þessi skífa sé síðri en Masterinn.
En ég komst að því núna að einhver aðdáandi hafi reddað málunum. Hann tók einfaldlega upp nýjan bassa yfir plötuna og gaf út á netið undir nafninu ...and justice for Jason. Loks fær Jason Newsted uppreist æru og með þessu heyrir maður hve skífan er mun þyngri og flottari svona. Algjör klumpur.
Jú, þetta er leikið af einhverjum random gæja en let´s face it, það er ekki flókið að spila á bassa. Það getur nánast hver sem er gert það og komist sæmilega frá því. Þetta er engin tengiskrift. Þannig að þetta kemur bara helvíti flott út.
Skífan kom út árið ´88 og tæplega 23 árum síðar er málinu loks lokið
,,...colour our world blackened, blackened"
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.