Leita í fréttum mbl.is

Varúð! major pirr færsla

Hvað er málið með lækna!

Hvað er þessi stétt búin að vera lengi við lýði eiginlega?

Nógu friggin lengi til að, að mínu mati, hafa yfir að ráða þokkalega ítarlegum gátlista yfir hvað skuli gera útfrá ákveðnum vísbendingum sem sjúklingur gefur upp um veikindi.

Segjum t.d. að ég fari til læknis og segist vera með verk í eyra. Ok, þá ætti skv þessum gátlista að vera x margir hlutir sem gætu verið að. Ég segi honum meira frá þessu og hann getur þrengt þetta niður í x marga hluti. Prófa þá og finna rétta lausn. BEM. Ekki flókið.

Tæknin er til staðar. Vitneskjan og reynslan er til staðar.

Ég hef nefnilega alltaf á tilfinningunni að læknar bulli bara helminginn af því sem þeir segja.

,,Verkur í eyra, jú, taktu þá bara sýklalyf"

Sýklalyf, hvílík crap. Ég hef það frá tveim mismunandi læknum í gegnum tíðina að mikið af þessu stöffi sem maður tekur við ýmsum kvillum er bara crap og geri lítið annað en að hughreysta fólk. Svo sjái líkaminn og tíminn um að redda hlutunum og fólk heldur að þetta hafi verið vatnssullið sem læknaði það.

,,Verkir í baki, jú, þetta eru bara beinverkir"
Ég veit ekki hve oft maður heyrði þetta þegar maður var unglingur. Allt var alltaf bara beinverkir!

,,Verkur í kálfa, jú, þetta er rifinn kálfi, ekkert hægt að gera í því"
Einmitt. Ég þurfti að fara þrisvar til að láta skoða mig þangað til ein kona sá hvað var í gangi. Blóðtappi. Ég hefði auðveldlega geta dáið hefði ekki verið útaf innsæji Betu um að eitthvað væri mis.

Allavega, mér finnst fólk bera allt of mikla virðingu fyrir læknum. Þeir eru bara fólk eins og ég og þú sem hafa lesið aðeins meira.

Auðvitað gera læknar gagn, en mér finnst bara ekki nógu vel. Mér finnst þetta kerfi ekki nógu skilvirkt.

Sebas fór til læknis því hann heyrir skyndilega ílla. Aldrei verið með nein vesenis veikindi hvað þá eyrnavesen eða slíkt. Pottþétt bara smá þrýstingur eða slím útaf smá hósta sem hann var með um daginn.

Læknirinn segir okkur bara að bíða í mánuð! MÁNUÐ! og ef ekkert breytist þá koma aftur og láta rör í eyrað! RÖR! Ertu eitthvað geðveikur!

Nú er ég enginn læknir en þvílíkt kjaftæði. Maður lætur ekki rör í barn sem hefur aldrei verið í neinu veseni með eyrun. Og þetta ályktaði hann á 5 mín eftir að hafa rétt kíkt á strákinn.

Hálviti.

(Þú varst varaður við. Þetta var pirr færsla dagsins í boði Jónínu Ben)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, ég er sammála, sér í lagi eftir að hafa unnið inn á spítala.

Gerir það að verkum að ég fer ekki nema til að segja þeim hvað er að ( mér-börnunum) og fá meðferð við minni greiningu. Svo er það %&$#$ tíminn sem fer í að bíða, beið í tæpa 3 tíma eftir að læknir staðfesti að Aron hefði tognað í dag. Drengurinn náttúrulega gat ekki tekið móðurina trúanlega og bjóst við að löppin yrði aflimuð.. í það minnsta gifsuð upp að nára.

Skrýtin afgreiðsla með eyrun á Sebasi, rör eru vanalega eftir dúk og disk.

Sigga Siss (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:13

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Já, hélt það.

Spurning um að rigga upp klíník og redda þessu bara.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 4.1.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband