3.1.2011 | 08:25
Áramótin
Áramótin voru fín hjá okkur. Sebas fer venjulega að sofa kl 20:30 en tóraði til 01:30. Við vorum hjá mömmu og pabba í Garðabænum.
Borðuðum kl 20, fórum á brennuna, skutum upp pínu hér og þar og fórum svo upp á hæðina hjá Lundarbóli og horfðum á alla aðra skjóta upp á miðnætti. Það var stórfenglegt útsýni og Sebas fílaði það í botn.
Röltum svo aftur heim og skutum okkar aðalstöffi upp. Sebas var pínu hræddur og sat til hliðar í fanginu á Betu með hlífðargleraugun sín.
Við ætluðum upphaflega bara að kaupa pínu pakka handa Sebas en vegna miskilnings þá enduðum við með stöff að andvirði 15þ kjells. Í fyrsta sinn síðan ég var krakki skaut ég upp einhverju magni. Það var fínt. Ég hafði mest gaman af því af öllum.
Sebas sofnaði svo í bílnum á heimleiðinni. Vaknaði svo þegar ég var að leggja hann upp í rúmið. Settist sperrtur upp, kveikti öll ljós og vildi fara að leika. Hann var svo aðframkominn af þreytu að hann þvældi bara eitthvað og sofnaði svo. Var bara í ruglinu.
Vaknaði kl 9:30 daginn eftir sem er það mesta sem hann hefur sofið út.
Allt í allt, bara helvíti fín áramót.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153392
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.