Leita í fréttum mbl.is

Áramótin

Áramótin voru fín hjá okkur. Sebas fer venjulega að sofa kl 20:30 en tóraði til 01:30. Við vorum hjá mömmu og pabba í Garðabænum.

Borðuðum kl 20, fórum á brennuna, skutum upp pínu hér og þar og fórum svo upp á hæðina hjá Lundarbóli og horfðum á alla aðra skjóta upp á miðnætti. Það var stórfenglegt útsýni og Sebas fílaði það í botn.

Röltum svo aftur heim og skutum okkar aðalstöffi upp. Sebas var pínu hræddur og sat til hliðar í fanginu á Betu með hlífðargleraugun sín.

Við ætluðum upphaflega bara að kaupa pínu pakka handa Sebas en vegna miskilnings þá enduðum við með stöff að andvirði 15þ kjells. Í fyrsta sinn síðan ég var krakki skaut ég upp einhverju magni. Það var fínt. Ég hafði mest gaman af því af öllum.

Sebas sofnaði svo í bílnum á heimleiðinni. Vaknaði svo þegar ég var að leggja hann upp í rúmið. Settist sperrtur upp, kveikti öll ljós og vildi fara að leika. Hann var svo aðframkominn af þreytu að hann þvældi bara eitthvað og sofnaði svo. Var bara í ruglinu.

Vaknaði kl 9:30 daginn eftir sem er það mesta sem hann hefur sofið út.

Allt í allt, bara helvíti fín áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband