Leita í fréttum mbl.is

listin að bregða

Hvað var málið með gærdaginn!

Ég og Beta vorum að labba í snjónum þegar skokkari kom aftan að okkur og fór frammúr. Mér brá svo íllilega að ég skrikaði til og öskraði upp yfir mig.

Ég og Beta fórum í Skógarlundinn til að líta eftir Pjakki, kétti mömmu og pabba. Pabbi er þjófahræddur og hafði komið fyrir allskonar gildrum í húsinu. Ætla ekki að koma upp um hvað það var en er ég steig inn í húsið þá tók ég sirka 17 skref á einni sekúndu. Hljóp á staðnum. Mér brá svo að ég dó næstum því.

Ég og Beta vorum í lyftunni heima og ýttum á 2 (vorum fyrst í kjallaranum). Svo opnaðist lyftan og ég ætlaði að stíga út. Þá hafði einhver verið á fyrstu hæð og ýtt þar. Hann ætlaði því að ganga inn þegar ég, á crusecontrol, ætlaði að labba út. Mér brá svo rosalega að ég sakaði hann um samsæri og spurði hann fyrir hvern hann ynni.

Ég var að stilla upp tuffspjaldinu sem ég gaf Betu í jólagjöf. hmmm hvar er besti staðurinn....jú, ofan á dyrasímanum. Rangt! Ég var varlega að balansa spjaldið ofan á símanum á veggnum, mjög viðkvæmt ferli, hvað gerist? Dyrasíminn hringdi og mér dauðbrá.

Fjórar bregður í gær! Samsæri? Þetta var allavega undarlegt. En hressandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband