20.12.2010 | 20:13
Dinner AND a show
Ef maður fer á Aktu Taktu í Fellsmúla fær maður nánast alltaf dinner AND a show.
Fyrst þegar við fórum þangað lögðum við bílnum til móts við götuna og söxuðum í okkur. Kemur þá ekki róni og vindur sér upp að bílnum og bankar á rúðuna. Með handapati spyr hann mig hvort ég vilji ekki bara gefa honum matinn. Ég hélt ekki og hló að honum. Hann var nefnilega hress og brosti bara enda vissi hann að þetta var absúrd beiðni. Hey, líttu á mig, er ÉG líklegur til að gefa frá mér mat!
Svo fórum við einhvern tíman þarna aftur og lögðum í bílastæðin sem eru til móts við Khumo dekkjarverkstæðið. Það var gæji sem var svo rosalega mikið að éta matinn sinn að við stoppuðum og fylgdumst með honum. Hann var að rífa þetta í sig og við hlógum og hlógum að þessu villidýri. Vorum í bílnum við hliðina á honum en hann var svo niðursokkinn í þetta að hann sá ekkert nema hamborgarann sinn. Við gátum svo loks byrjað að borða þegar hann var farinn.
Fórum svo í kvöld og lögðum til móts við Khumo. Sáum allt í einu þar inni gæja sem var með allskonar látbragðsleik. Hann lagði hendur að höfði sér eins og hann trúði ekki sínum eigin augun. Við vorum instanlí komin með sýningu.
Gæjinn var pottþétt Ítali því við vissum ekki hvort hann eða hendurnar á honum voru ósáttari við það sem var að gerast.
Hvað VAR að gerast?
Ég hélt/vonaði instantlí að það væru yfirvofandi hópslagsmál í nánd útaf aggresífum viðskiptavini sem neitaði að borga rándýran reikning.
Beta vonaði ekki.
Við reyndum eftir fremsta megni að lesa í viðbrögð fólks sem þarna voru inni með ítalanum. Hann arkaði fram og tilbaka, bendandi á eitthvað. Við kláruðum að borða og rúntuðum svo inn á planið hjá þeim til að komast nær. Ég sendi Betu út í dulargervi til að fara þarna inn og spurja þá hvað eitt dekk fyrir yaris myndi kosta. Að sjálfsögðu til þess eins að hlera.
Þeir voru nýbúnir að loka.
Fokk!
Við þóttumst eitthvað vera að gera í bílnum til að kaupa okkur tíma. Loks sáum við hann nálgast bíl og benda á lakkið. Það virðist vera sem að einhver starfsmaður hafi óvart rispað bílinn hans.
Ekkert merkilegt svo sem. Eitt af þessum dæmum þar sem ferðalagið er meira spennandi en áfangastaðurinn.
En ég mæli með Aktu Taktu í Fellsmúla
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.3.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.