13.12.2010 | 23:41
Baggalútur
Fórum á jólatónleika með Baggalút í kvöld. Alltaf gaman á tónleikum. Þetta var gríðarlega vel spilað hjá þeim. Þeir eru færir hljóðfæraleikarar gæjarnir í Hjálmum. Það eru 5 stykki sem ég taldi eða svo sem eru í Hjálmum sem leika undir hjá Baggalúti.
Lögin eru náttla bara meh. Ekki minn smekkur en Beta hefur gaman af þessu. Sem mér finnst æðislegt. Hún hreyfði alla sætaröðina með taktföstum fótahreyfingum. Fínn rythmi í stelpunni.
Það voru þrír ágætir sprettir hjá þeim fannst mér. Tveir af þeim komu þegar fjórir gítarar voru í einu að yfirkeyra salinn í hljóðvegg dauðans. Tveir Gibsonar og tveir Fenderar(Stratt og Tele). Gummi P á flottum Gibson Les Paul, Kiddi í Hjálmum einnig á Les Paul, Bragi á Stratt og söngvarinn í Hjálmum(sem ég kalla Mjálmar því hann mjálmar svo þegar hann syngur) á Tele.
Þriðji spretturinn kom þegar trommarinn byrjaði loks að berja almennilega á húðirnar.
En þetta var gaman.
Það var fyndið að fylgjast með stóra gæjanum í Hjálmum á hljómborðinu. hann er svo stór. Maður fær það á tilfinninguna að hann hafi valið sér vitlaust hljóðfæri til að spila á því hann er alltaf svo beygður yfir orgelið.
En ég komst að einu í kvöld. Mikið djöfull er ég góður lagasmiður. Mín lög eru þó skemmtileg og töff. Það er ekkert meh við þau. Eða....allavega finnst mér það. Sem er það eina sem skiptir máli.
Næstu tónleikar...Jónsi þann 29.des.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Textagerðin hjá Braga er samt out of this world, hrikalega hnyttnir og góðir! Lögin gamlir slagarar - þú þarft að fá þér nýjan smekk.
Ingi Fannar (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 10:10
já textarnir eru svona old school fyndnir, lögin eru svona old school fín. Samt ekkert sem ég myndi grúva við.
Samt alltaf gaman á tónleikum
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 14.12.2010 kl. 10:17
Já þetta voru snilldar tónleikar og ég grenjaði af hlátri þegar þeir fluttu nýja lagið "Saddur"...ekki svo amalegt að þeir enduðu á "Gleðileg jól" ...sem er sem sagt lagið "Run to the hills" allir í salnum búnir að standa upp og allt að verða vitlaust...
Veit nú ekki betur en að felst öll jólalögin sem þú hlustir á Herra Sir séu svona old school...en málið er að þú hefur bara aldrei fílað Baggalút...og ferð ekkert að taka upp á því svona í kringum jólin ;)
betz (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:29
Beta hneta!
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 14.12.2010 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.