Leita í fréttum mbl.is

Framtíðin í tónlist

http://www2.gibson.com/Products/Electric-Guitars/Firebird/Gibson-USA/Firebird-X.aspx

Framtíðin er mætt.

Gibson Firebird X.

Þarna er verið að færa hardware yfir í software. Allavega skref í áttina. Það er verið að láta effecta og auka stöff sem gítarleikarar þurfa að hræra í á sviðina inn í gítarinn.

Framtíðin kostar reyndar 5500 usd en eins og með allt nýtt(ekki samt þeir fyrstu með þessa hugmynd í framkvæmd) þá er þetta bara fyrsta skrefið.

Svo eftir x ár þá koma aðrir gítarar, ódýrari, betri og þróaðri.

Hef alltaf verið að pæla í því af hverju fólk væri ennþá að vesenast með allt þetta hardware þegar það getur verið með software. Eins og ég hér heima. Bara einn með gítar og tölvu með öllum hugsanlegum effectum og hljóðum sem hugurinn girnist í staðin fyrir að kaupa einn effecta pedal á kannski 10þ með einum effecta.

Af hverju ekki bara hafa eitt forrit með milljón hljóðum!

Ég ræddi þetta við annan eiganda Stúdíó Sýrland og hann endurspeglaði það sem ég vissi. Þessir kallar vilja snobba fyrir gamla tímanum, halda í allt eins og þeirra hetjur gerðu þetta. Bara eðlilegt svo sem. Það virkar alveg og er töff.

En það er líka þannig að því meira software í stað hardware, því auðveldara að skapa tónlist, ódýrara og því minni þörf fyrir svona sérhæfða fagmenn eins og hann. Hann var eitthvað að segja að tónlistarmenn heyrðu og finndu muninn, bollocks. Bittu fyrir augun á þeim og testaðu þá. Væri áhugavert að sjá hvort þeir heyrðu mun þá.

Allavega........góði jólasveinn, nenniru að gefa mér þetta í skóinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband