5.12.2010 | 14:21
Svaðilfarir Sigga og Sebbsters
Ég og Sebas fórum í sunnudagsrúnt slash leiðangur. Rúntuðum út á flugvöll og skoðuðum flugvélarnar. Ég fór með hann í Skerjafjörðinn og sáum við vélarnar þaðan. Ég ætlaði að vera extra góður og fór hinu megin líka. Nauthólsvíkurmegin.
Þegar þangað var komið, benti ég honum á vélarnar.
,,Pabbi, þú ert bara alltaf að sýna, og sýna, og sýna"
,,já, vildiru ekki skoða flugvélarnar?" spurði ég hlessa
,,jú pabbi, en það er búið núna"
OKAY sheez! maður bara að reyna að vera góður hérna.
Fórum þvínæst út í Hafnarfjörð og skoðuðum höfnina. Þar fræddist hann um fiskana, hvernig þeir eru í sjónum, eru veiddir, hreinsaðir og fluttir í búðina þar sem við svo kaupum þá og étum. Sagði ég honum.
,,En pabbi, ég vil bara borða hrygg" (við vorum með hrygg í matinn í gær)
Fórum svo í Toys R Us þar sem við keyptum Drekaleiftur. Sem er, fyrir þá sem ekki eiga börn, Lightning McQueen bíllinn en með þrumum í hliðunum.
Að lokum fórum við á KFC í Mosó þar sem yfirlýsingar um að hann væri hættur að vera hræddur við rennibrautina reyndust ekki á rökum reistar. Ég fór meira að segja með honum í brautina, en einn niður, vildi hann ekki.
Ég beið eftir honum niðri og kallaði á hann.
,,Nei, pabbi" sagði hann sallarólegur ,,það er hákarl þarna niðri og ég ætla bara að leika með drekaleiftur hérna uppi"
,,ok kallinn minn"
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 153443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ánægður með nafnið á leikfanginu.
Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 01:15
ég myndi ekki fara í þessa rennibraut með drenginn ef ég væri þú. Kæró vinnur á kfc í mosó og ég er búinn að heyra viðbjóðslegar sögur af þessari rennibraut:D
Guðbjartur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 20:34
Vó! er það. Hvernig þá? Hættuleg? sóðaleg?
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.12.2010 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.