28.11.2010 | 16:34
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA!!!
Við fórum niðrí bæ, keyptum okkur pulsu og röltum kolaportið. Fórum svo til tengdó og svo heim. Ok. Það var ekkert meira en þetta. Bara bílferð niður eftir og svo aftur upp eftir.
Á þessari leið var háð hörð barátta í númeraplötukeppninni. Þetta byrjaði allt á því að eftir nokkrar mín sá ég UL bíl og stakk upp á Hebreskum dag. Beta samþykkti það, ótrúlegt en satt, og staðan því 1-0 fyrir mér.
Þegar við lögðum hjá kolaportinu var staðan komin í 3-2 fyrir mér. Sem er nú bara dagsskammtur af UL-NU númerum skal ég segja ykkur.
Svo á heimleiðinni var staðan orðin skyndilega 3-5 fyrir Betu eftir ótrúlega heppni þar sem við sáum tvo NU bíla lagða hlið við hlið hjá Ingólfstorginu.
Dem.
Við áttum bara eftir að gera einn hlut í viðbót og lögðum hjá Húsasmiðjunni þar sem Beta ætlaði rétt að skjótast inn. Hún sagði mér bara að bíða út í bíl.
Taktísk mistök.
Ég sat í bílnum á meðan og skoðaði númeraplötur sem óður væri. Haldiði ekki að strákurinn hafi séð tvo netta UL bíla rúnta inn á planið. Ég lagði á mig hvar þeir lögðu og rúntaði svo með grunlausa Betu framhjá þeim þegar hún snéri til baka.
5-5
Svo rúntuðum við inn í Grafarholtið og LO AND BEHOLD við sáum tvo UL bíla í viðbót.
Whoppin 7-5 og keppnin orðin nánast yfirþyrmandi stórkostleg.
Ég er ótrúlega sáttur. Svo til að gera þetta enn sætara þá sáum við líka 3 UN bíla sem ekki töldu út af Hebresku reglunni.
Ég þori bara ekki að pæla í því að við eigum eftir að kíkja á mömmu og Pabba á eftir. Er að hugsa um að keyra bara með bundið fyrir augun.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.