Leita í fréttum mbl.is

Tunga á staur í frosti

Við vorum í stuði í bílnum. Fyrst sungum við Gordjöss með Palla, svo allir eru að fá sér með Blaz roca. Reyndar hélt Sebas að við værum að syngja um að allir væru að fá sér mat. Sem var eiginlega bara fínt.

Komum heim og beint út á svalir að hengja upp jólaseríuna. Vorum öll þrjú að hjálpast að og sirka hálfnuð þegar heyrist angistaróp!

,,JE E FADDUUUU!"

Sebas búinn að festa tunguna á staur í frostinu!

Áður en ég gat eitthvað gert þá rikkti hann í burt og skildi eftir vænan slurk af tungu. Það var allt flæðandi í blóði.

Sebas varð hræddur en við héldum ró okkar og það smitaðist. Við skoluðum tunguna vel, settum fötin(sem voru öll útötuð í blóði) í þvott og kíktum á youtube klippu af dumb dumber þegar hann festi tunguna í stólalyftunni.

Erum núna að horfa á The Grinch með Jim Carrey og allir sáttir. Ég tók mynd af tungunni á staurnum, set hana inn við tækifæri. Lítur út eins og broskall.

Eitthvað grunar mig að þetta hafi verið í fyrsta og SÍÐASTA skiptið sem hann sleikir málm í frosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha sorry en frekar fyndið!! (flashback Dumb and Dumber)

vona að tungan sé í lagi ;)

spurning hvort Sebas verði smámæltur eða álíka?

Ace (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 08:20

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Tungan er í lagi. Nei maður tekur ekki eftir neinni breytingu. Ekki einu sinni að kveinka sér. Það margborgar sig að pleija alltaf kúl við svona aðstæður í staðin fyrir að vorkenna honum.

Það er bara þannig, meiddið er alltaf bara jafn vont og viðbrögð foreldra gefa til kynna.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 27.11.2010 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband