25.11.2010 | 08:11
Harry Potter í Gilzeneggerhöllinni
Fórum á Harry Potter. Fórum í Egilshöll sal 1. Mun ekki fara í önnur bíó á Íslandi eftir þetta. Risastórt tjald, risa salur og loksins er fólk búið að læra að hafa salinn brattann þannig að aldrei skapist vesen með að sjá.
Frekar brattur salur og það besta kannski að sætin eru aðskilin þannig að ef einhver clueless gæji byrjar að hreyfa sig of mikið þá verður maður ekkert var við það. Brill.
Ég og biðraðir eigum ekki saman þannig að við ætluðum að vera tímanlega. Klukkutíma áður en við fórum gúlpaði ég í mig tæplega tveggja daga gömlum fiski. Drekkti honum bara í osti og málið dautt. Eða, að ég hélt.
Klukkan orðin korter í sýningu og ég enn á klóstinu að skila fiskinum. Við erum að tala um erfitt tafl í þetta sinn. Alltaf þegar ég hélt að ég væri alveg að fara að máta páfann þá birtist bara nýr páfi og taflið byrjaði upp á nýtt (hmmm note to self, finna betri leið til að lýsa einhverju án þess að vekja ugg hjá fólki).
Við mættum 5 mín yfir og er við stóðum í biðröð til að ná í miðana sáum við á skjánum að það var uppselt á sýninguna. Jei.
Við komumst loksins inn í salinn. Pakkað, fyrir utan nokkur sæti á fremsta bekk. Við erum að tala um að það er ekki hægt að sitja þar. Maður mundi þurfa að snúa hausnum í sirka 45 gráður til vinstri og svo rikkja tilbaka í 90 gráður til að geta séð allt tjaldið.
Ekki á minni vakt.
Við klifruðum bara efst og settumst í tröppurnar. Fólk bara ,,whaaa!"
Mig munaði ekkert um að sitja þar. Var vel til í það.
En þá gerðist eitthvað ótrúlegt. Einhver stelpa pikkaði í mig og tjáði mér að það væru tvö sæti laus í þeirra röð. Ég bara ,,whaaa! Miskunasami samverjinn mættur bara." Við röltum því þar inn og fengum bestu sætin í húsinu. BEM!
Myndin var sæmó.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.