Leita í fréttum mbl.is

Metallicu draumur

Er orðinn svo manískur á gítara að mig dreymir þá.

Var að tékka á ,,year and a half with Metallica" myndinni til að tékka á öllum þessum gíturum sem þeir notuðu við gerð svörtu skífunnar.

Ég sofnaði óvart yfir henni og byrjaði að dreyma svona líka fallega um þessa gítara.

Ég var staddur inni í æfingaraðstöðunni þeirra og var fluga á vegg. Jason var eitthvað ósáttur við að þeir læstu ekki húsinu. Og viti menn, öllum búnaðinum var stolið. Jason kemur að fullt af unglingum sem eru að bera þetta allt út. Hann reynir eitthvað að stoppa þetta en er þá umkringdur.

Þá skyndilega er ég Jason og ég spyr þá af hverju þeir séu að gera þetta.

Þeir segja þá með fyrirlitningu að þeir haldi með Anthrax og hati Metallicu. Þeir voru allir í rauðum Anthrax bolum.

Ég bara ,,ok" og þeir taka restina af græjunum.

Svo hverfa þeir og restin af bandinu kemur og Jason verður brjálaður yfir að þeir hafi ekki læst á eftir sér.

Í lokin kemur svo steypubíll og helli steypu í kjallarann!

Svo vaknaði ég.

Hver væri nú meiningin á þessu kvikindi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband