Leita í fréttum mbl.is

Stratocaster vifta

Fór inn í Hljóðfærahúsið og þefaði af öllum Ströttunum sem héngu upp á vegg. Þeir eru með umboðið fyrir Fender á Íslandi.

Var svona að fræðast aðeins meira um þessa senu. Góður Strat byrjar í kringum 145þ kjéll og fer svo hækkandi eftir týpu og ári. En svo er hægt að fá Fender Squire sem er nkl eins og Strat nema low end týpa sem kostar bara frá 35þ krónum. En þá er maður kominn með aðeins síðra hardware og síðri elektróník. 

Gæjinn sagði samt að það væru snilldar kaup því leikmaður eins og ég finni lítin mun á þessu. Góður fyrsti gítar. Kaupa kannski Squire á 50-60þ og maður er í góðum málum.

Svo er líka hægt að fá svona starter kit á 50þ. Það er Squire plús 15v magnari og eitthvað annað smádót. Fínn díll.

Vandamálið er samt bara að mig langar í sirka fjóra Stratocastera.

Svartan Strat með króm pickguard, rosewood háls og svörtum machine head. Myrki töffarinn.

Strat Squire Black and Chrome

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvítan Strat með hvítum pickguard, hvítum háls og hvítum machine head. Hvíti prinsinn.

Strat all white

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunburn Strat með hvítum pickguard, hvítum háls og hvítum machine head. Klassíkerinn.

Strat sunburn hvítur háls
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo væri bónus að fá all rosewood Strat sem ég sá í einhverri bók. Hélt að það væri Harrison gítarinn sem hann fékk við upptökur á Let it be en það var víst bara Telecaster. Hmmm.
En svona Rosewood gæji er mun þyngri en venjulegur Strat og hjómar ekkert spes segja menn. Bara meira svona uppá lúkkið. En svona gítar eins og Harrison er með nema bara Strat takk.
Harrison með Telecaster Rosewood
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
50 mín slefsession yfir þessum Ströttum og ég er orðinn algjört fan. Gibson, ESP, Epiphone og allt hitt fíla ég ekki. 
 
Ég rölti svo aðeins um búðina í lokin og rakst á Guðna Finnsson úr Ensími. Hann spurði hvort hann gæti aðstoðað.
,,þú getur byrjað á því að láta nýju plötuna ykkar á vefinn ekki seinna en núna"
 
.......hugsaði ég. En ég sagðist bara vera að perrast aðeins yfir þessum gíturum. 
 
Ég endaði svo á því að kaupa mér trommukjuða eftir allt saman. Gæjinn bara ,,whaa, kemur hér inn og slefar yfir ströttunum í 50 mín og endar á því að kaupa þér trommukjuða". Ég jánkaði því og útskýrði af hverju, sú útskýring er efni í aðra færslu sem kemur kannski síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband