30.10.2010 | 13:31
Hringurinn minn á Valderrama
Er að horfa á Valderrama Masters á SkjárGolf. Góð skemmtun gerð enn betri fyrir þær sakir að ég hef spilað þennan völl. Gaman að rifja upp gamla hringinn minn þegar ég spilaði með kananum og dananum.
Ég fékk að leika Valderrama um tveim vikum fyrir Volvo Masters sem var haldið í síðasta sinn sem aðalmót Evrópumótaraðarinnar þetta árið. Völlurinn var í góðu ásigkomulagi og ég fékk að leika frá hvítu teigunum, ekki þeim svörtu því það var verið að vernda þá fyrir mótið.
Ég var gjörsamlega starstruck á fyrri níu. Grínin voru svo hröð að ég var skíthræddur og sýndi allt of mikla virðingu. Svo var þetta í fyrsta sinn sem ég spilaði skógarvöll þannig að lærdómskúrfan var ansi brött.
Kominn +7 eftir 9 holur og bara algjör túristi. Takandi myndir og slíkt(sem var bannað). Var alls ekkert að búast við neinu skori og ekkert að hugsa sérstaklega um að spila vel. Bara njóta tímans. Daninn sá sér þá leik á borði og lagði til að við myndum leggja pínu undir á seinni níu.
Mistök.
Strákurinn byrjaði þá loks að einbeita sér að spilamennskunni og byrjaði seinni á par-fugl-fugl og endaði á +2 og samtals á +9.
Ég vann.
Var nokkuð ánægður með það skor miðað við að vera leika völlinn í fyrsta sinn.
Ég spilaði sem sagt Valderrama, varð svo klúbbmeistari La Cala og horfði svo á Volvo Masters. Allt á nokkrum vikum. Snilldar tími.
Ég man einmitt að er ég var að fylgjast með stjörnunum á Volvo Masters þá var fólk að stoppa MIG og óska mér til hamingju með titilinn. Klúbbmeðlimir La Cala. Það var ekki slæmt fyrir egóið skal ég segja ykkur.
Svo fékk ég líka frítt inn á Volvo Masters útaf því að kaninn tippaði þjónana svo mikið að hann fékk freepass alla dagana. Hann gaf mér þá þar sem hann var þá kominn aftur til usa. Að spila völlinn kostaði hins vegar 300 evrur. Gjörsamlega þess virði.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.