29.10.2010 | 21:40
Rúntur 101
Listin að rúnta niður Laugaveginn er ekki fyrir alla. Það eru nokkur atriði sem verða að vera á hreinu til að hámarka ánægju bíltúrsins. Rúntreglubók Sigursteins listar eftirfarandi reglur sem þær mikilvægustu.
Regla 1
Halda jöfnum gangi. Reyna að vera með gott flæði á bifreiðinni í fyrsta gír. Markmiðið er að stoppa aldrei heldur líða áfram sem flatur rúllustigi. Gott er að æfa sig aðeins áður en lagt er í þessa tækni. Helst fjarri öðrum bílum, eins og upp í sveit. Garðabær væri t.d. kjörinn staður.
Regla 2
Sennilega mikilvægari en regla 1 og óskiljanlegt að hún sé bara númer 2. Í rauninni ætti þessi regla að vera númer eitt tvö og þrjú. Reglan segir að eftir fremsta megni eigi að forðast að lenda á eftir stórum bíl, eins og jeppa. Það er ekkert gaman að rúnta niður Laugaveginn og sjá ekkert framundan. Að hleypa jeppa inn í línuna er t.d. dauðasynd.
Regla 3
Einnig nefnd Bjössareglan. Mikilvægt er að vera eins svalur og hægt er. Með það að leiðarljósi skal ávallt rúnta bara með eina hönd á stýri, eins og skáldið sagði ,,hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri, Bjössi á mjólkurbílnum"
Regla 4
Hafa rúður uppskrúfaðar alltaf og án undantekninga.
Regla 5
Leggið katalógíu eftirfarandi hljómsveita á minnið:
Smashing Pumpkins
Metallica
Guns N Roses
Band of Skulls
Ef eitthvað af lögum með þessum hljómsveitum kemur í útvarpi eða iPod þá má hunsa reglu 4 og hækka í botn.
Regla 6
Ef lag með Justin Bieber/Friðrik Ómar/Frostrósir/Depeche Mode kemur á einhvern óskiljanlegan hátt í útvarpinu þá skal umsvifalasut beygja út af rúntinum og fara heim til sín í kalda sturtu. Og þrífa bílinn.
Regla 7
Vertu með iPod, sjá reglu 6.
Regla 8
Ef allt hefur gengið vel og þú hefur farið eftir helstu reglum Rúntur 101 þá ertu núna kominn niður í Bankastræti og ljósin fyrir framan Lækjargötu nálgast. Það er ekki hægt að tala um að ein reglan sé erfiðari en önnur en ef svo væri þá er regla 8 með þeim erfiðari. Regla 8 segir að ávallt skuli tímasetja keyrsluna þannig að lent sé á rauðu ljósi. Með því móti hámarkar ökumaður viðveru og hefur í kjölfarið lengri tíma til að virða fyrir sér mannlífið. Basic.
Leyniregla 42
Ég og Beta tókum einn rúnt í kvöld þar sem þessi regla var afhjúpuð. Beta hafði aldrei séð þetta gert áður. Aðeins mjög reyndur rúntari myndi púlla þetta múv. Múvið er svo erfitt að menn hafa látið lífið við það eitt að hugsa um að framkvæma það. Ég var á rauðu ljósi á Snorrabraut og beið á beygjuljósi til að komast inn á Laugaveginn. Síðasti bíll þar inn frá öðru ljósi, og bíllinn sem þ.a.l. lenti fyrir framan mig, var jeppi! Ekkert við þessu að gera nema að beita leynimúvi nr 42. Ég friggin tók frammúr honum! Ég lýg ekki. Sem Beta er mitt vitni þá tók ég frammúr honum. Hvernig ég gerði það er svo efni í heila bók.
Góðar stundir og happy rúntin
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er summan af þremur og fjórtán? ....er þetta einhver stærðfræði vefur maður, dísess.
anyways..
Halleluja og takk fyrir þetta. Þetta mun koma af góðum notum í framtíðinni og skal ég áframsenda þessar reglur til ungra lamba í umferðinni eins og bróðir mínum sem fær bilpróf eftir mánuð.
thanks again og alltaf gaman að lesa þig.
bæ.
Haukur (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 22:05
Ég þakka hlý orð í minn garð.
Ég hélt að Casio vasareiknir væri staðalbúnaður á Laugavatni!
Farðu svo varlega þarna úti pungur.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 29.10.2010 kl. 22:30
Band of skulls... líst mér á þig! Klárlega með betri böndum og var ekki lengi að landa sæti sem eitt af mínum uppáhalds :D
Kolla (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.