26.10.2010 | 22:51
vúdú
Kvöldið í kvöld:
Þáðum kaffiboð sem reyndist vera tilraun til að fá okkur í eitthvað pýramýda brask. Jei
Fórum á Pizza Hut í smáralind. Komum okkur vel fyrir á kósý borði. Litum á matseðlana og sáum verðin á þessum kvikindum, stóðum upp, fussuðum og sveiuðum, og löbbuðum út.
Þvílík hneysa. Ekki í þessu lífi að ég sé að fara borga húsnæðisverð fyrir litla pitsu. Og það á skyndibitastað.
Fórum því niðrí bæ og settumst inn á Sólon. Völdum okkur borð innst inni og skimuðum matseðilinn. Vorum að ræða hvað við ætluðum að panta okkur yfir rómantískri kertaljósastemmingu þegar einhver róni á næsta borði talaði við okkur.
,,Prinsessusúpa!, fáðu þér prinsessusúpu" og horfði perralega á Betu.
Hann var ógéðslega krípí.
Við færðum okkur hinum megin í húsið.
Þegar stelpan kom með drykkina þá rak hún glasið í Malt flöskuna og hún heltist yfir borðið, á gólfið og frussaðist á skónna mína og ég allur klístraður á puttunum.
Restin af kvöldinu var hins vegar góð.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.