18.10.2010 | 10:25
Kings of Leon rýni
Kings of Leon gáfu út nýtt efni í dag. Ég er búinn að vera hlusta á það í nokkra daga(lak á netið) og niðurstaðan er eftirfarandi.
Þetta eru 13 lög sem eru þrem of mikið að mínu mati. Mér finnst 10 lög alltaf vera fín niðurstaða.
6 góð lög, 3 ágæt og rest leiðinleg.
5 af fyrstu 6 lögunum eru góð. Svo er bara 1 í viðbót á næstu 7!
Soldið skrýtið.
Þetta er ekkert sérlega hresst. Ekki miðað við sex on fire og use somebody. Svo ég tali nú ekki um bucket og öll þessi rokklög. Þetta er meira svona down south labbi tónlist. Fyrstu lögin eru samt með sæmilegu tempói.
Las viðtal við þá þar sem kemur fram að Caleb, söngvarinn, er leiðinlegur. Þegar þeir voru ekki frægir var hann alltaf með móral yfir því. Núna þegar hann er frægur er hann með móral yfir því og gerir í því að gera ekki hittara lög. Hann sagði það sjálfur. Þvílíkur douchebag. Þoli ekki svoleiðis hugsunargang. Gerðu bara flott lag og ekki hugsa um aðra.
Hann talaði t.d. um the end sem er fyrsta lagið á skífunni. Hann samdi það fyrir smá tíma en var aldrei ánægður með það því það var of commercial og of mikill hittari. Því kemur það bara út núna.
6 flott labbi lög en það vantar sárlega annað Black Thumbnail eða Charmer.
Conceptið ,,diskur" er náttla löngu úrelt og ég tala nú ekki um ef menn stikka 13 lögum á hann. Hvernig væri nú bara að henda inn lagi hér og lagi þar inn á vefinn svo maður geti keypt. Kannski eitt lag í mánuði eða svo. jafnel eitt á viku. Það er framtíðin. Alveg eins og Lennon vildi gera.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 153541
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.