Leita í fréttum mbl.is

Svíinn ég og Johan Edfors erum like this[ritar Sigursteinn og krossleggur tærnar]

Á Andalúsía Open mótinu gerðist margt skemmtilegt. Ég náði því á vídeó þegar Birgir Leifur setti erfitt pútt í á lokaholunni á öðrum deginum til að rétt meika köttið og geta haldið áfram.

Ég var að rölta þetta með Stebba Má, Sissó og konu Bigga.

Annað skemmtilegt sem gerðist var að á tíundu brautinni fylgdi ég Johan Edfors af því að mér finnst hann svalur. Hann slæsaði upphafshöggið og við fórum öll að leita. Við fundum ekki kúluna og ég sá að þegar staðfest var að hann þurfti að fara aftur á teig þá grýtti hann kylfunni í jörðina og braut í tvennt. Kaddíinn var fljótur til og hirti brotin upp og faldi í settinu. Fáir tóku eftir þessu nema örfáir þ.á.m ég sem stóð þarna í 10mtr fjarlægð. Hann var aldrei víttur fyrir þetta.

Þriðja höggið hans endaði í ömurlegri legu og hann skondraði kúlunni eitthvað áfram í því fjórða. Ég óttaðist hið versta er ég fylgdist með þessum skapmikla kylfingi rölta upp að gríninu.

Ég staðsetti mig við grínið og sá hann slá fimmta höggið inn á grínið og tvípútta fyrir tribble skolla.

Hann var ekkert sérlega ánægður með það.

Hann var heldur ekkert sérlega ánægður með wannabe svíann sem sat þarna og fylgdist með hörmungunum og gerðist svo kræfur að biðja hann um kúluna.

Ég sat nefnilega þarna poll rólegur og þegar hann var að ganga frá gríninu sagði ég með besta sænska hreim sem ég gat framkallað.

,,Júúúannn, Kan jag fa din boll?"

Hann henti honum til mín, svipbrigðalaus.

Þessa kúlu á ég enn. Hún er merkt með rauðum depli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband