Leita í fréttum mbl.is

Stoltur faðir

Fórum öll þrjú á Who Knew tónleika á Bar 11. Djöfull voru þeir flottir. Sennilega eitt besta og þéttasta band landsins um þessar mundir. Kalt mat.

Þeir hafa þjappast vel saman á þessum nýafstaðna þýskalandstúr.

Hittum Hauk félaga og fagmann á staðnum. 

Sebas var með hlífðarheyrnartól og fílaði sig bara vel. Þetta var samt tvísýnt því hann var ekkert sérlega vel stemmdur heima kl 18. Svo snéri ég honum í bílnum og fékk hann á mitt band.

Ég hélt á honum allan tíman. Vorum þarna frá 18:55 til 20. Er frekar lamaður í hægri hendinni.

Who Knew er sveitt band. Ótrúlega flottir á sviði. Og sviðið var ekki stærra en hálfur hægri skórinn minn. Bassaleikarinn þurfti að sitja við hliðin á sviðinu það var svo troðið.

Sebas horfði bara rólegur á og tók þessa senu inn. Hans fyrstu tónleikar. Þegar við komum út þá var hann eitt bros og talaði non stop um tónleikana. Who Knew orðin uppáhalds grúppan hans.

stoltur faðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takið eftir að hann er í rokkarabolnum sínum. Trommur, gítarar og fleira stöff framan á bolnum. Þetta var dealbreaker, annað hvort í þessum bol eða förum ekki.

Hljómsveitin var þarna að setja upp búnaðinn. Þegar hún byrjaði hoppuðum við upp á stól, aftast og sáum yfir allan skaran. Við kunnum þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög þéttir tónleikar. Þið feðgarnir voru að lúkka. Gaman að sjá ykkur.

Haukur (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

verst bara hve viðbjóðslega feitur ég lúkka á þessari mynd. Reyndi að photoshoppa undirhökuna en án árangurs. It´s unphotoshop-a-genic.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 16.10.2010 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband