14.10.2010 | 23:06
Tvö ný lög
Setti tvö ný lög í djúkarann hér á hægri hönd (þarf aðeins að ýta á play takkan, Harpa).
Analog lagið heitir svo því ég nota analog effekta á gítarinn. Soldið um lúmsk hljóð og effekta bakvið lagið. Ef fólk vill heyra allt lagið þá verður það að nota heyrnatól eða vera með bitchin hátalara á laptoppinu sem nemur bassa.
Í Sennheiser heyrnatólunum mínum hljómar þetta sem heimsendir með Boeing 747 flugvélum fljúgandi rétt yfir hausamótunum á helmassaðri gítarhetju. Sem er ber að ofan. OG það leikur vindur um sítt faxhárið hans.
Þetta lag varð til út af því að ég fann þennan gítar effekta sem mér fannst bitchin. Byrjaði að leika mér aðeins. Byggði aðeins í kringum það og er sérlega ánægður með hvernig þetta hleðst upp.
Heyrn er sögu ríkari.
Blús fyrir Betu er tileinkað Betu, eins og liggur í augum uppi. Hún var alltaf að kvarta undan því að trommurnar væru svo léttar og aulalegar(sem er alveg rétt hjá henni). Þannig að ég er hér með alvöru trommur í gangi. Again, heyrnatól eru nauðsynleg til að fá þetta beint í æð. Útaf bassatrommunni. Svo er lagið byggt í kringum blús riff og riff sem ég sereneitaði (http://www.yourdictionary.com/serenade) Betu með á sínum tíma.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.