9.10.2010 | 08:36
Guitar Rig 4 presets
Var að niðurhlaða presets í guitar rig 4 forritið mitt í gær. Þessi presets eru sem sagt stillingar á ömpum í þessu gítarforriti þannig að út koma mismunandi hljóð.
Eins og t.d. eitt presettið heitir Plug in baby og það er stillt þannig að þegar ég nota það með gítarnum þá kemur nákvæmlega sama hljóðið og Muse gæjinn notar í þessu lagi.
Mjög kúl að hljóma eins og öll þessi frægu lög.
Ég niðurhlóð sirka um 150 nýjum stillingum. Mikið af Muse, sem eru með mikið af svölum hljóðum. Maður fattaði ekki hve þessi Matt Bellamy er mikill gítar wiz fyrr en maður prófaði þessi presets. Það er eitt að vera góður á gítar en það er annað að vera góður að tvíka ampana þannig að út komi svalt hljóð.
Gítar riffið úr Plug in baby var einmitt valið nú á dögunum svalasta riffið frá aldamótum. Burt með Smoke on the water og félaga og inn með nútímann var hugmyndin á bakvið þessa kosningu.
Svo náttla Metallica. Ekkert svalara en að hljóma nákvæmlega eins og Master of Puppets eða Enter Sandman.
Niðurhlóð náttla Slash, Hendrix, AcDc og öllum þessum klassísku köppum.
Þetta sparar mér að þurfa að tvíka ampana sjálfur. Get náttla gert það líka til að finna einhvern svalan hljóm. En til að byrja með þá fíla ég að hljóma eins og Kirk Hammett og Slash á góðum degi.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.