8.10.2010 | 21:55
The Strat
Hef verið að kynna mér gítara. Djöfull langar mig í Fender Stratocaster, standard. Ef einhver á þannig hvítan, svartan eða brown sunburst þá má hann selja mér hann.
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0148100572
eða
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0144702306
eða
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0139312332#
Fíla engan vegin Telecasterinn.
Tékkaði á Gibson. Það eina flotta sem þeir eiga er Les Paul.
http://www2.gibson.com/Products/Electric-Guitars/Les-Paul/Epiphone/Les-Paul-Standard-Plus-Top.aspx
Finnst hann samt ekkert rosalega flottur, ágætur. Grunar samt að hljóðið í honum sé flottara en í Stratocaster.
Á náttúrulega eftir að prófa þessa gítara, er bara að tala um lúkkið :)
Þessir gæjar kosta uþb 145þ hér á Íslandi en um 700-900 bökks í usa.
Mun pottþétt kaupa mér alvöru gítar, einhvern tíman í framtíðinni. Sennilega Stratocaster. Þangað til, þá saxa ég bara áfram á Iaxe Berhringer öxina mína.
But someday....Fender Strat....It will be mine, oh yes, it will be mine.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ágætur... "Það eina sem þeir (Gibson) eiga er Les Paul"!!
Í fyrsta lagi kemur Les Paul í ansi mörgum útfærslum og litbrigðum en eigum við ekkert að ræða ES 335 sem er móðir allra semi akústískra gítara eða Gibson SG sem lúkkar eins og verkfæri smíðað í neðra og á heðurinn af rokksándi Black Sabbath og ACDC.
Þá eigum við eftir að tala um kassagítarana eins J45, J200 og J160E sem Bítlarnir festu ástfóstri við 1964 og var eitt aðal hljóðversverkfæri þeirra.
Mér sýnist á skrifum þínum að þú sért nýbúinn að slíta meyjarhaftinu í gítaráhuga og á sama tíma og ég óska þér til hamingju með nýfenginn gítaráhuga þá ráðlegg ég þér að varast yfirlýsingar sem þú gætir séð eftir síðar...
D
Davíð Hauksson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 09:13
haha ég hefði geta sagt mér að ég fengi smá lærdómspistil frá þér. Dagsatt að meyjarhaftið er nýrofið og ég hef bara tékkað á þessum módelum á netinu.
Með Gibson, þá finnst mér bara þessi kúlurass eitthvað svo óheillandi. Finnst þeir flestir líta út eins og feita stelpan í leikfimi sem stendur hreyfingarlaus út í horni og vonast eftir því að engin gefi á hana.
Ég tékkaði á þessum módelum sem þú sagðir. Það eina sem ég hef að segja við þessu er að hve frábært sé að smekkur manna sé misjafn.
Veit samt ekki með hljóminn. Er hann ekki aðeins þykkari og meiri í Les Paul heldur en í Strat?
Ekki að það skipti samt öllu máli því maður er að renna rafmagninu í gegnum svo fallega ampa í guitar rig 4 að ég get hljómað eins og Balroggurinn ef ég nenni.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.10.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.