26.9.2010 | 20:25
Waynes World
Fórum í Toys R Us í dag með Sebas. Við vorum báðir á útopnu þarna inni, ýtandi á alla takka og slíkt.
Mér finnst ótrúlega gaman að fara þarna inn.
Ég labbaði framhjá hlut sem var í einu horninu en eitthvað gerðist og allt stoppaði. Í slow motion sveif ég til baka í gegnum reyk og glimmer alveg þangað til ég stóð andspænis þessu magnaða fyrirbæri.
Gítar!
Ekki bara einhver venjulegur gítar, heldur USB gítar!
I-Axe Usb Electric Guitar!!!!
Ég plögga þessu kvikindi bara í tölvuna og djamma. Einfalt. Get líka plöggað þessu í venjulegan amp. Það fylgir forrit með þar sem maður getur kokkað upp hvaða óhljóð sem manni dettur í hug. Maður getur djammað með lögum úr tölvunni og líka tekið upp eigið efni og orðið heimsfrægur á augabragði.
9.999kr----er verið að kidda mig. Kostaði fyrst 19þ.
Hljómar of gott til að vera satt. Fór á netið og tékkaði á þessu og fólk heldur víst ekki vatni yfir þessu. Ástæðan fyrir því að ég keypti þetta ekki strax var að þetta gat ekki staðist. Hélt kannski að þetta væri einhver plast gítar eða eitthvað rammfalskt drasl. Svo segja menn ekki. Þetta er nýjasta I-ið. Ipod, Iphone, Ipad, Icesave, Ævar Örn Jósepsson, þið náið þessu.
Þetta er náttla ekkert sem Hendrix myndi láta sjá sig með en samt nógu gott til að skemmta sér með.
Ég mun fara á morgun og kaupa þennan gítar.
It will be mine
Oh yes, it will be mine.
ps. löbbuðum út með þrjá bíla á 500kr fyrir Sebas. Ég mun labba út með 10þ kjéll Usb rafmagnsgítar á morgun. Hvor er barnið?
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...bíð eftir að heyra Stairway to Heaven...
betz (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 12:31
HEY!
No stairway to heaven!
Denied!
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 27.9.2010 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.