24.9.2010 | 13:48
Sundgolf
Fór í sund í morgun. Bætti aðeins við og fór 750mtr.
Tók aftur tímann og fór 100mtr bringusund á 2:45 aftur.
En ég bætti tímann í skriðsundinu. Fór 25mtr á 23 sek í stað 27 í gær.
Er að pæla að svissa alfarið yfir í skriðsundið. Meira púl þannig. Svo er svo kúl hvernig þeir snúa við bakkann. Ætla að mastera það.
Er búinn að finna golf leik sem ég get spilað í sundinu til að gera þetta skemmtilegra og stytta stundir.
Ég syndi skriðsund eina ferð (eða tvær) og tel strokurnar sem ég tek með vinstri hendi eða hægri. Bæti þeirri tölu við sekúndurnar sem ferðin tók og þá er ég kominn með Par vallar. Reyni svo að bæta það í næstu ferð. Tek kannski meðaltalið yfir allar ferðirnar og reyni að bæta mig dag frá degi.
Sundgolf.
It´s gonna be a thing!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.