17.9.2010 | 20:36
Team Seb
Ég og Sebas tókum kringlurölt í gær. Vorum alveg í tvo tíma eða svo. Kíktum aðeins betur á Ameríska daga í Hagkaup þar sem við keyptum coconut m&m nammi, Cheeze Doodles snakk, Mnt Dew og einhvern ógéðslega óhollan morgunmat sem heitir Coockie Crisp.
Sebas valdi þetta allt nema Mnt Dewið. Hann drekkur ekki gos. Allt annað er fair play. Nei, annars förum við varlega í nammið með Sebas og höfum alltaf gert. Maður verður samt stundum að leyfa honum að njóta þess að vera krakki.
Það var paradís fyrir okkur að vera þarna þar sem prufur voru á hverju strái, enda föstudagur.
Svo tékkuðum við á búðunum okkar, skífunni og Eymundsson. Hann hleypur alltaf inn í skífuna og leitar að David Bowie. Hann finnur hann yfirleitt enda oftast á sama stað. Svo var leitað að Pollapönki, Jónsa og Sleigh Bells.
Honum finnst gaman að skoða hulstrin og tengja myndir og andlit við tónlistina sem hann hlustar á í bílnum.
Í Eymundsson skoða ég tímaritin (FHM, Popular Science, Wired, Q o.fl) á meðan hann skoðar barnastöffið (Cars og Spiderman).
Fylgdumst svo með Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L Árnasyni, Margeiri Péturs í fjöldatafli. Sebas fannst gaman að sjá hamaganginn þegar nokkrar sekúndur voru eftir af tímum þeirra. Allir að berja á skákklukkurnar.
Við erum gott teymi.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.