14.9.2010 | 12:09
Sóló í lúðrasveit
Ég var í Lúðrasveit Blönduósar í gamla daga. Spilaði á Barítón. Sem er eins og túba nema mun minna. Stóð alltaf aftast við hliðina á túbunni sem Bjarni Magnús spilaði á.
Í hljómsveitinni á þessum tíma voru öngvir aukvissar skal ég segja ykkur. Kjartan Sveins úr Sigur Rós, Einar Jóns úr Í svörtum fötum og svo að sjálfsögðu íþróttarhetjan og skáldið...ég.
Ég man að í prógramminu hjá okkur var slot þar sem ég tók sóló í einu eða tveimur lögum. Var tekinn fremst og allt. Ég man að það var stressandi að standa þarna fremst og vera sóló artistinn heilt lag.
Einu sinni fórum við sem fulltrúar Íslands til Svíþjóðar að keppa á alþjóðlegri lúðrasveitarkeppni. Það var upplifelsi.
Ég varð skotinn í stelpu sem þarna gisti í sama skóla og við. Einu sinni þegar við vorum að koma fram í einni verslunarmiðstöðinni þá neitaði ég að taka sólóið mitt því hún var þarna að horfa á. Skarphéðinn hljómsveitarstjóri leyfði mér að komast upp með það eftir smá fund.
Það er svona að vera stjarna.
Ég tók margt frá þessari reynslu að hafa spila í lúðrasveit. Það helsta náttúrulega að ég get fyrir vikið actually notað frasann ,,this one time, at band camp"
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 153559
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.