8.9.2010 | 11:23
Ást við fyrstu sýn eður ei?
Því hefur verið fleygt fram að Everything Everything sé eins og Kóriander. Annað hvort fílar maður þá eða ekki.
FÁSINNA!
Ég myndi segja að E.E. séu nákvæmlega eins og ást við fyrstu sýn er ekki.
Í fyrsta lagi trúi ég ekki á ást við fyrstu sýn. Þeir sem trúa slíku eru bara annað hvort örvæntingafullt fólk sem þráir samþykki annara eða fólk með ranghugmyndir.
Það sem gerist við fyrstu sýn er hrifning á útliti og yfirbragði. Svo þarf að verja tíma með viðkomandi til að kynnast þeim betur og læra fyrir hvað þeir standa. Smátt og smátt eykst einhver tilfinning á milli tveggja aðila sem vex og dafnar. Hún nær ekki hámarki á einhverjum tímapunkti og heldur sig þar, heldur er endalaus stígandi og framvinda. Maður kallar þessa tilfinningu ást.
Allt ofangreint á við um Everything Everything.
Fyrst er eitthvað sem grípur mann. Það er einstaklingsbundið hvað það er. Í mínu tilfelli voru það viðlögin sem eru grípandi og hress. Útaf þessu fór ég að kynna mér þá betur og læra fyrir hvað þeir standa. Smátt og smátt jókst einhver tilfinning fyrir þessari tónlist sem óx og dafnaði. Og gerir enn.
Þetta er ekki spurning um að annað hvort fíla þá eða ekki. Þetta er spurning um að vilja kynnast þeim betur og læra að meta þá á endanum.
Beta mín...ef ég væri þú myndi ég reyna að taka þá í sátt því annars áttu eftir að verða geðveik. Á fóninn munu þeir fara og á fóninum munu þeir vera!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...jahá! þeir bara stuðuðu mig frá fyrsta tón og þar af leiðandi voru þeir ekki að grípa mig, sem aftur leiðir til þess að ég hef engan áhuga á að kynna mér þá betur.
En þú ert nú samt heppinn að eiga góð Sennheiser heyrnatól...sem þú einmitt segir að allt hljómi þúsund sinnum betur í...ekki svo mikið vandamál :)
betz (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:41
Beta.. Kóríander er víst gott!
Davíð Hauksson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.