7.9.2010 | 11:00
The Expandables bíórýni-----SPOILER ALERT----
Sáum The Expandables með Sly Stallone og co. Þunnur þrettándi verð ég að segja. Við fórum á þessa mynd með lámarks væntingar og lúmskt að vona að þetta yrði soldið töff mynd.
Vonbrigði.
Það voru nokkur atriði sem maður hló af sökum úber macholeika en þau voru of fá til að halda myndinni uppi.
Þetta handrit er náttla eitt það þynnsta sem ég hef séð. Sly sér stelpu á einhverri eyju einu sinni og verður að fara aftur til að bjarga henni!
Í fyrsta lagi þá gæti hún náttla verið barnabarnið hans. Ég bara trúði ekki að þeir væru að reyna að ýta undir að eitthvað yrði á milli þeirra. Í öðru lagi þá bara er þetta allt of langsótt til að ganga upp. Sér stelpu einu sinni í 15 mín og fer svo til baka í sjálfsmorðs ferð til að bjarga henni.
Svo voru bardagasenurnar, sem maður hafði vonast eftir að myndu halda myndinni uppi, allt of mikið cut&splice. Maður sá ekkert hvað var að gerast. Þeir klipptu þetta í allt of stutta búta og maður náði varla að halda þræðinu um hver væri að berja hvern.
Flottasta senan var þegar Arnie og Sly voru að trashtalka hvorn annan fyrir framan Bruce Willis.
Svo fannst mér kúl þegar svertinginn var að rústa andstæðingunum með þessum háværa riffli.
En allt í allt þá var þetta ekki góð mynd. Og ótrúlegt að Sly geti ekki komið með aðeins vandaðra plott. Því miður. Hefði verið til í að sjá the ultimate hetju mynd.
Tvær og hálf stjarna af fimm. Beta sagði mínus tvær stjörnur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 153569
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú mátt ekki gleyma að þetta er bara fyrsta myndin í tíleik... Þessar myndir sem stelpan var að teikna tákna eitthvað, það er einhver tenging milli myndanna, Sly og stelpunnar. Það ætti að skýrast í mynd 5 eða 6. Þetta er bara rétt byrjunin...
En ertu ekki sammála að Dolph Lundgren eigi að fá Óskarinn fyrir epíska frammistöðu? Annað væri hreinlega skandall!
kristján (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 23:24
Ég sé fyrir mér að Dolph og Rourke berjist fyrir óskarnum í beinni á næstu verðlaunaafhendingu.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.9.2010 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.