Leita í fréttum mbl.is

Stóra Phil Collins málið

Upp hefur komið mikill ágreiningur á heimilinu.

Þannig er mál með vexti að itunes stöffið og öll músíkin okkar er í tölvunni hennar Betu. Þannig þarf ég alltaf að plögga í hennar tölvu til að uppfæra Ipoddinn minn.

Nú var sá tími kominn að ég þurfti að hrista aðeins upp í Phil Collins safninu mínu. Var bara með 4 lög þarna inni og niðurhlóð Best of disknum og ætlaði að bæta honum við.

Ekki að ræða það.

Beta hatar Phil Collins og hans syntha from hell tónlist.

Hún setti algjört bann við að setja Phil Collins inn á tölvuna hennar. Jafnvel aðeins til að flytja það yfir á ipoddinn minn og eyða því svo út.

Þetta er búið að standa í nokkra daga. Þangað til í morgun þegar ég vaknaði á undan henni og læddi herra Collins inn undir dulnefni. Ég vakti hana svo með ljúfum tónum syntha meistarans mikla og hún varð ekki ánægð.

Ég meina....hver fílar ekki Easy lover, A groovy kind of love og in the air tonight á full blasti á fallegum degi sem þessum?

Ég veit um eina.

ps. Ef þið rekist á Finn Kolviðs í tölvunni hennar Betu einhvern tíman þá er það ekki Phil Collins. Wink wink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband