Leita í fréttum mbl.is

Þunnur að eilífu?

Nú er blóðið í mér orðið þunnt. Hvað þýðir það? Verð ég rólegri í tíðinni eða umburðarlyndari? Líður yfir mig ef ég fæ standpínu?

Nei.

Eini munurinn er að ég ætti að forðast að blæða. Það er víst ansi mikill böggur ef það byrjar af einhverju viti.

Ég vissi ekki að það yrði eins mikið issjú og raun bar vitni fyrr en hjúkkan sem tók blóðprufuna í morgun spurði mig hvort ég hefði rakað mig í morgun. Ég jánkaði því og hún hvítnaði í framan!

Ég sagði mig umsvifalaust úr Fight club hópnum mínum.

Ég held ég safni bara í hýjung þessa 6 mánuði svo ég sé ekki að gambla með lífið svona fyrir framan spegilinn á morgnanna. Ég ætti að geta safnað kannski svona þrem millimetrum eða svo. Enda ekki frægur fyrir mikin skeggvöxt. Sem er að sjálfsögðu vel þar sem það þýðir að ég sé lengra kominn frá apanum en aðrir.

Maður fer að pæla í því hvað ber að varast. Mér dettur ekkert í hug nema rakstur og slagsmál. Djöfull er ég macho. Rakstur og slagsmál. Eða þangað til að ég fattaði að einnig ber að forðast að kreista bólur. Ekki svo macho.

Þannig að næst þegar þig eigið leið í kringluna eða einhvern annan umhverfisvænan og öruggan stað og sjáið einhvern bólugrafinn gæja með skegghýjung, ráfandi um drulluþunnan. Þá er það líklega ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha....svo má líklega alltaf vaxa fésið ef þetta fer að flækjast fyrir þér og ekki gleyma að þú mátt líklega ekki bora í nefið vegna hættu á blóðnösum:) annars er ég o+ sem er blóðflokkur sem má gefa öllum, þú hringir bara..

Sigga siss (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband