Leita í fréttum mbl.is

kominn heim

Við erum komin heim. Þarf að liggja soldið enn og hvíla fótinn. Það er bara útaf því að núna er blóðið að þynnast og tappinn í fætinum að kvarnast í sundur. Betra að leyfa því að gerast í friði svo þetta fari ekki allt á hreyfingu.

Svo er þetta bara spurning um að fóturinn þurfi tíma til að jafna sig eftir að hafa verið svona útþaninn. Æðarnar voru náttla bara ,,what da frigg!" og bólgnar. Mun kannski taka um mánuð eða svo að verða án verkja.

Svo mun tappinn í lungunum eyðast smátt og smátt útaf blóðþynningarlyfinu og súrefnisflæðið batna.

Beta er orðin fagmaður í að sprauta í kviðinn á mér. Tvisvar á dag. Nokkuð stressaður fyrst eftir að hafa fylgst með henni tótala appelsínu með nál. En æfingin skapar meistarann og núna myndi ég treysta henni fyrir að stinga símastaur upp í r#$$&$#& á mér.

Mér finnst best að daglega fæ ég hringingu frá einhverjum sem segir ,,Sigursteinn.....3 töflur" og svo er skellt á. Eða eitthvað annað magn eftir því hvað blóðmælingin fyrr um daginn segir til um. Finnst þetta soldið eins og Mission impossible eða eitthvað. Mætti kannski vera ratleikur þar sem ég þarf að finna kassa, opna hann og fá skilaboðin og heyri svo ,,This message will self destruct in 5-4-3-2-1" og svo springur hann.

ps nenniði samt ekki að vera hringja í mig segja ,,Sigursteinn 15 töflur" í gríni! Þá dey ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant sitja við hliðina á þér á næstu Capacent árshátið, þú ert geeekt fyndinn gaur!  Við ræðum svo bara hvort Beta fær að sitja hinum megin við þig ;-)

Hannsý Pannsý (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband