24.8.2010 | 12:57
Við dauðans dyr
Ég var lagður inn á spítala í gær. Greindist með blóðtappa í lungum og vinstri fæti. Frekar alvarlegt.
Var búinn að vera móður í allt sumar og hélt bara að formið væri orðið svona lélegt. Bara feitur! Nei, nei, þá er ég bara með svokallaðan Söðultappa í lungum. Hann hangir efst þar sem lungun sameinast.
Sumir fá tappa í annað lungað, stákurinn fær svo stóran tappa að hann coverar bæði lungun!
Ég var búinn að fara tvisvar á slysó, fyrst útaf öndunarerfiðleikum og svo kálfanum. Ég var ekkert skoðaður af viti, bara giskað á að þetta væri fyrst smá surg í lungum og astmalyf málið, svo, að þetta væri rifinn vöðvi í kálfa.
Allt friggin gisk!
Svo af eigin innsæi og þrýstingi frá Betu þá fór ég til heimilislæknis sem sendi mig loksins í einhverja skoðun. Þá kom þetta strax í ljós.
Læknarnir hérna voru eiginlega skíthræddir. Sögðu mér að liggja grafkyrr og ég því skyndilega rúmfastur. Þurfti að pissa í fokkin flösku og allt því ég mátti ekki hreyfa mig af ótta við að tapparnir færu af stað og...wait for it.....FRIGGIN DRÆPU MIG!
Það var ekki fyrr en við sáum andlit læknana að við áttuðum okkur á alvarleika málsins. Það var ekkert comic relief í gangi hérna. Þetta var litið mjög alvarlegum augum.
Var strax settur á max skammt af blóðþynningarlyfi og lagður inn. Mætti hérna klukkan 14 í gær og ligg enn hér uppi á lungnadeild Landsspítalans. Má fara heim á morgun eftir hádegi.
Ég þarf að fá tvær sprautur í kviðinn á dag í tíu daga. Svo einhverjar töflur í hálft ár.
En málið er að enginn veit af hverju þetta gerist. Ég er ekki í neinum áhættuhópi og mjög sjaldgæft að þetta gerist hjá svona hraustum golfara.
Þeir eru með Dr House teymið í málinu og niðurstöður rannsókna gætu tafist í allt að 7-8 mánuði. Ef þeir fatta ekki hvað olli þessu þá verð ég sennilega að taka blóðþynningartöflu einu sinni á dag í.....ummm....leyfðu mér að hugsa......öll mín eftirlifandi ár!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ó mæ... eins gott að Dr. House teymið finni út hvað þetta er...
gott samt að það er þokkalega í lagi með þig... :)
Lilja (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:49
Takk fyrir það
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.8.2010 kl. 14:02
annars væri nú alveg smá gaman að þurfa að taka inn töflur það sem eftir er... sé alveg fyrir mér að Beta sé að spyrja þig við morgunverðarborðið hvort þú sért búin að taka inn bláu töfluna... eða höfum hana fjólubláa - það er hipp og kúl! ;)
Lilja (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 14:23
Það má sem sagt færa rök fyrir því að tequila flaskan sem þú þambaðir bjargaði mögulega lífinu þínu með því að þynna blóðið þitt með áfengi. Lokaniðurstaðan er sú að stjórnarfundir bjarga mannslífum.
Án djóks gangi þér vel með þetta barítón félagi.
D (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 14:28
Lilja, ég var einmitt búinn að hugsa það sama. Fínt að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni. Ég væri samt til í að hafa bláar og rauðar pillur. Svo ég hefði alltaf val eins og Neo.
Kjarri, þú ferð klárlega með rétt mál. Eins og svo oft áður.
Spurning um að senda út fundarboð með aðeins eitt mál á dagskránni.......að skikka hvern einn og einasta stjórnarmeðlim að dána amk 300ml af dry Tekíla í einum gúlp í byrjun hvers fundar.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.8.2010 kl. 14:45
Holy shitcock!!! láttu þér batna gamli og vertu harður af þér. Ég hugsa til þín hérna á Laugarvatni.
Haukur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 15:54
Takk fyrir það Hawkeye.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.8.2010 kl. 16:03
Ertu ekki að grínast! Láttu þér batna meistari, það verður víst einhver annar en þú sem fær að sigra á Hellunni í ár...
Slakar bara á og bloggar nógu mikið um þetta!
Alfreð Brynjar (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 17:53
Ég læt þér eftir Hellubikarinn þetta árið.
Ætla samt að reyna, reyna að halda öllum vælu-sjúkrasögum í lágmarki á blogginu.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.8.2010 kl. 18:14
uss þetta eru nú meiri tíðindin, þannig að þú ert bara búinn að vera spila á hálfri inngjöf í allt sumar!
gudbjartur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 18:52
jebbsöríBoB
Mér finnst Gsí ætti að lækka forgjöfina um allavega 2.1 í kjölfarið!
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.8.2010 kl. 19:21
Hugheilar batakveðjur að norðan, láttu svo nurse Betz stjana við þig!
kristján (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:32
Takk fyrir það.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.8.2010 kl. 23:12
Svaklegt að heyra
Gangi þér vel með þetta gamli
Tóti (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:10
Hrikalegt að heyra, vonandi fer þetta vel á endanum!
Ingi Fannar (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:26
Ja hérna hér.
Ég datt niður í bloggið þitt um daginn og las um hringferðina svakalegu. Þá varstu bara að lýsa einkennum blóðtappa en mér datt nú ekki annað í hug en að þú hefðir verið skoðaður rækilega. Lúserar þessir læknar sem skoðuðu þig fyrst. En ég vona að þér batni sem fyrst Siggi minn.
Halla Hrund (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 17:21
Takk fyrir það Tóti, Ingi og Halla.
Já Halla, hvar varst þú á svona stundu! Þetta voru náttla skólabókardæmi um einkenni blóðtappa en tveim hjúkkum og þrem læknum yfirsást það í þetta sinn.
What ever....það sakaði ekki.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 25.8.2010 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.