20.8.2010 | 09:22
Time Travelers Wife
Er búinn að vera lesa hina alræmdu Chic Lit bók ,,Time travelers wife" undanfarið. Á sínum tíma þegar ég pantaði allar þessar ævisögur af amazon.com þá valdi ég eina vinsæla mainstream bók af handahófi til að tékka á hvað almúgurinn væri að lesa.
Ég byrjaði á henni og sá strax að þetta var bara ástarsaga út í gegn. Fokk! En ég gaf henni séns og viti menn, hún var alveg hreint svona líka fín.
Það er þannig með mig að þegar ég les, eða horfi á kvikmynd, þá er ég frekar einbeittur á það. Ég tengist karakterunum frekar mikið og upplifi með þeim það sem þeir fara í gegnum.
Þannig hlæ ég af fyndnum atvikum og er fyrstur til að viðurkenna, græt þegar eitthvað sorglegt kemur fyrir [cue níð frá öllum karlmönnum sem ég þekki].
Það er langt síðan ég hef verið svona tekinn eftir lestur á bók. Hún er frekar sorgleg. Tíu sinnum meira ef þú átt barn og ert ímyndunarveikur eins og ég.
Horfðum svo á kvikmyndina í gærkveldi. Hún er líka stórgóð. Eric Bana flottur. En það er alltaf sama klisjan, myndin hljóp yfir söguna á hundavaði og mér fannst hún rétt byrjuð þegar hún var búin. En þeir leystu þetta bara helvíti vel. Örugglega ekki auðvelt að gera mynd út frá þessari bók.
Til að rífa mig upp úr þessu fokkin Chic litti þá er ég strax byrjaður á annari bók. ,,How to make love like a pornstar" eftir Jennu Jameson. Nei, djók, las hana fyrir hálfu ári eða svo. Er byrjaður á ,,Hope they serve beer in hell" eftir Max. Nei, djók, las hana fyrir meira en tveimur árum síðan. True story.
ok ok, er núna byrjaður á ,,Escaping the Delta" sem er um Robert Johnson. Blúsari frá Missisippi sem er almennt talinn uppspretta rokksins. Er búinn að lesa svo mikið af ævisögum um allar þessar rokkgrúppur eins og Led Zep og co að ég ákvað að byrja bara á byrjuninni. Á líka eftir að taka ævisögu Bítlana og Elvis. Þá er ég eiginlega bara búinn með allt þetta lið.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.