Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleit fyrir lengra komna

Er að leita að vinnu og eftirfarandi eru sterkustu valmöguleikar mínir:

1. Lúðrasveitastjóri í Hafnafirði.

2. Danskennari í Grindavík.

3. Strætóbílstjóri.

4. "Amma óskast í Kópavoginum"

5. Verslunarstjóri í Partíbúðinni í Skeifunni.

Númer eitt er náttla heillandi þar sem ég hef einstaklega gott tóneyra, spilaði í Lúðrasveit Blönduósar á sínum tíma og hef sérstaklega gaman af því að veifa höndunum óstjórnlega fyrir framan fullt af fólki. Ég spilaði á Baritón á mínum yngri árum og var það góður að ég var tekinn fremst til að spila einleik og slíkt á tónleikum. Barítónarnir voru annars aftast með Túbunum.

Númer tvö segir sig einfaldlega sjálft. Það er ekki hægt að neita því að takturinn býr djúpt innra með mér! Oft dansa ég til að gleyma. Svo er ég kattliðugur. Eina vandamálið hér er staðsetningin. Veit ekki hvort ég er tilbúinn að búa svona langt frá KFC.

Númer þrjú kemur til greina þar sem ég er sennilega besti bílstjóri sunnan Alpafjalla. Hef alltaf rétt fyrir mér í umferðinni og allir aðrir eru fyrir mér! Svo hefur það verið draumur minn lengi að geta bent á skiltið sem segir ,,bannað að tala við vagnstjóra á ferð" þegar einhver reynir að tala við mig.

Númer fjögur gæti orðið erfitt að fá. Nenni ekki að keyra alla leið til Kópavogs.

Númer fimm er áhugavert. Er strax kominn með hugmynd af nýrri auglýsingaherferð fyrir Partíbúðina: Sjónvarpsauglýsing og ég er í mynd. Það er súmmað skyndilega á andlitið á mér og ég segi,,Partíið er í buxunum mínum". Súmmað niður á buxurnar. Súmmað strax aftur á andlitið og ég segi ,,og ÞÉR er boðið". Blöðrur, strimlar og annað glingur springur yfir mig og flugeldar í baksýn. Kött. Gæti jafnvel fengið Old Spice gæjann í þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er laus staða sem "aðstoðarmaður Ace" laun eru samkvæmt kjarasamningi Fredda Funk og bætist ofaná það 15% af verðlaunaféi.

Áhugasamir sendi tölvupóst á freddifunk@hotmail.co.uk

Ace (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband