16.8.2010 | 19:33
Sundferð dauðans
Ég fór í sund í dag. Laugardalslaug. Hún er rosalega sjöbbi og gömul.
Ef þú ert yfir sjötugt þá er partíið klárlega í laugardalslauginni. Ótrúlega mikið af slíku fólki samankomið í pottum og laug.
Ég byrjaði á að skella mér í pottinn. Þar voru fullt af gömlu fólki og enginn vildi færa sig til að gera meira rými fyrir mig. Ég sat því nálægt útganginum og öllum fannst eitthvað voðalega nauðsynlegt að strjúkast upp við mig þegar þau fóru og komu.
Þetta var bara ekki málið þannig að ég skellti mér í laugina. Nei, nei, allt stappað þar. Og enginn að virða hægri umferðina. Allir fyrir hverjum öðrum. Og allir gamlir.
Ég skellti mér því í busllaugina í staðin.
Þar var gamalt fólk. Umræðan.......berjatýnsla. Allir voru sammála um ágæti berjatýnslu. ,,Ljómandi gaman" var vinsæll frasi. En eins voru allir sammála um hve leiðinleg eftirvinnslan væri. Svo var staldrað í 10 mín á þessum eina punkti. Hve leiðinleg eftirvinnslan væri. Sömu frasarnir gengu hringinn og ég fann hvernig ég bætti um 15 árum á mig við að hlusta á þessa umræðu.
Loks taldi ég í mig kjark og fór í sundlaugina. Sikk sakkaði 10 ferðir í gegnum mannhaf gamals fólks sem var hægfara. Þetta gerir hálfan kílómetra. Ég fór bara rólega enda ekki um annað að velja.
Það var fínt að fara í sund. Bara ekki í þessa laug. Hún er viðbjóðsleg.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamalt fólk virðist ekkert vera að fara vel í þig.
Bömmer að þú skulir eiga eftir að teljast til þess hóps á ákveðnum tímapunkti....
hilmar jónsson, 16.8.2010 kl. 20:12
já, og þegar að því kemur þá eiga eftir að vera svona arrogant gaurar eins og ég sem pirrast á mér.
Hringrás lífsins?
ps. ég fíla krúttlega gamla fólkið, ekki fólk með frekju og yfirgang(og það sem virðir ekki hægri umferðina í sundlaugum).
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 17.8.2010 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.