16.8.2010 | 09:06
Hringferð: dagur tvö: seinni partur
Við vorum stödd á Akureyri.
Vorum frekar ílla til höfð eftir mikið ferðalag og fórum því í Hagkaup til að hressa okkur við. Beta verslaði sér buxur og slíkt á meðan ég fór í aðra hluti.
gelið sem ég fékk á Egilsstöðum gerði mig að broddgelti. Allt upp í loft. Þannig að ég þurfti eitthvað annað efni til að vörka dúið. Ég fór og fann einhverja vaxtúbu í herradeildinni og stal lúku. Fór inn á klósettið og lagaði það sem ég gat lagað. Hank the Tank vék fyrir brilljantín lúkkinu á núll punktur einni.
Klukkan var orðin hádegi og við orðin sæmilega útlítandi á nýjan leik. Þá lá beinast við að fara á Greifan og slaka einni Stallone mínus laukur í andlitið.
100% unaður. ég fékk þó ekki borðið mitt en sat tveim borðum aftar. Pitsan var alveg eins góð.
Við kíktum við á skrifstofu Capacent hjá Kristjáni og Co. Þar var líf og fjör að vanda.
Kíktum þvínæst í jólahúsið, rúntuðum aðeins og enduðum loks í Tónstöðinni. Vorum að svipast um eftir ódýru Ukalele en það eina sem eftir var kostaði 21þ kjell. Var meira að hugsa um sirka 5k.
Smá pittstopp í Gellunesti og road trippið hélt svo áfram.
Batteríið á Ipoddnum var enn í lámarki og við komin með leið á útvarpinu. Við brásuðum því í bílnum eftir tónlist á geisladiskum. Tengdó á þennan bíl og það sem í boði var:
1.Chuck Berry safn
2.Dr Hook
3.Papar(live)
4.Klassísk músík
Tónlist var því af borðinu í bili og við fórum í leiki.
Frúin í Hamborg tók fljótt af. Ég krakkaði Betu á nkl 4 mín. Sem var æðislegt. Ég fagnaði actually lengur en það. Í sirka 15 mín.
Næsti leikur var þessi klassíski um að nefna einhvern frægan og Beta þyrfti þá að nefna einhvern frægan sem byrjar á síðasta staf fyrrnefnda.
Hann stóð í einn og hálfan tíma! Vorum að ströggla með y,e og n. Það enda svo margir á þessum stöfum. Maður er alltaf með nokkra á lager samt, yeardley Smith(talar fyrir Lisu Simpson), yanni(grískur tónlistarmaður), Yaya Touré, Yasmin Bleeth etc...
Við keyrðum framhjá aragrúa hjólandi túrista. Að sjálfsögðu var hrópað út um gluggan. Fyrst á norsku svo á ítölsku. Forca Italia! Þegar það var orðið þreytt þá bauðst Beta til að ,,Hurða einn túristann"(að opna hurðina á ferð og slamma túristann niður). Klassíker. Samt bara í gríni. En það hefði verið spennandi.
Næsta stopp....Sauðárkrókur! Ekkert svo sem að gera þar nema að taka góðan tvist. Ég get bara sagt að klósettið á Enn Einum virkar fínt.
Krossuðum yfir til Skagarstrandar. Hef ekki komið þangað í sirka 15 ár. Pabbi er þaðan. Fórum svo á Blönduós og tókum bensín og gædaðan túr um allar götur bæjarins. Það tók 10 mín.
Við átum svo upphitaða Stallone mínus laukur í staðarskála og vorum að renna í bæinn um klukkan 19. Var náttla myndaður í göngunum. var í samfloti við um 5 bíla en bara ég fékk mynd tekna af mér. Var bara að hovera í kringum 80 og akkurat á 82 þegar myndavélin þaut framhjá. DOH! Fékk sirka 4000k sekt. No biggí.
Lögðum sem sagt af stað á miðvikudegi kl 14 og komum í bæinn kl 19 daginn eftir. Eitt stykki hringferð. Tékk!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 153541
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
finnst færslan um SKR ekki alveg nógu góð... Enneinn sjoppan heitir Ábær ;)
Lilja (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.