Leita í fréttum mbl.is

Hringferð: Dagur tvö, morgun

Við vorum á leið til EgilsDaða (bada bing). Við fórum um Öxi til að stytta leiðina um klukkutíma eða svo. Vorum upp á hálendinu þegar við mættum bíl! klukkan var um 7 og engin ástæða til að sjá bíl þarna uppi in the nowhereness of nowhere!

Þá föttuðum við ástæðuna. Þarna var kominn hinn bíllinn! bíllinn sem ákvað á sama tíma og við að fara hringinn. Nema bara í hina áttina. Það hlaut að vera. Engin önnur skýring á þessu.

Við nálguðumst Egilsstaði og gróðurinn fór að grænka og dýrin urðu skrýtnari og skrýtnari.

Við keyrðum framhjá hestastóði. Einn hesturinn var með einn fótinn upp í loftið. Ekki ósvipað og þegar einhver er að reyna að prumpa. Annar hesturinn sat! Hann bara sat á rassinum!

Við keyrðum áfram og skyndilega flugu milljón gæsir rétt hjá okkur og lækkuðu flugið. Svo mikið að ein gæsin fór utan í bílinn okkar. Hún varð viðskila við hópinn sinn. Henni varð svo mikið um allt þetta ævintýri að hún skeit, flaug eitthvað áfram og joinaði svo annan hóp af gæsum sem var þarna rétt hjá.

anyhú, við renndum inn á Egilsstaði og ég fór í sturtu í sundlauginni. Það voru fjórir kallar inn í klefanum þar sem ég afklæddist. Þeir virtus ekki þekkjast en þeir voru allir alskeggjaðir. Ætli stórt prósentuhlutfall karlmanna þarna séu alskeggjaðir? Það var allavega hundraðprósent nýting þarna inn í sturtunni.

Ég var náttla ekki með neitt með mér þannig að ég fékk að velja mér sjampó úr óskilamununum, leigði handklæði og fékk svo að taka lúku af geli hjá gæjanum í afgreiðslunni og vörka það bakvið hjá honum. Yndælis fólk þarna í þessu þorpi.

Ég fékk að lúra smá í bílnum eftir Egilsstaði og ég vaknaði allt í einu á Akureyri. Hver var við hliðina á mér?

Framhald á morgun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband