14.8.2010 | 18:09
Hringferð: Dagur eitt, kvöldið
Allavega.....við héldum áfram eftir þennan íllalyktandi kvöldverð á Kirkjubæjarklaustri.
Fórum og kíktum pínu á Vatnajökul. Keyrðum upp að svínafellsjökli sem læðist þarna niður eftir. Henti steinum í lónið sem þar hefur myndast og varð strax hugsað til setningarinnar ,,do NOT disturb the water" úr LOTR.
Við drifum okkur þvínæst að Jökulsárlóni. Það var fallegt. Ég fiskaði jökul upp úr lóninu og sleikti. Sá ís pottþétt kominn fram yfir síðasta söludag, enda milljón ára gamalla eða eitthvað álíka.
Fórum svo á Höfn og búsuðum okkur upp. Með því meina ég að við keyptum fullt af nammi og smá mat.
Það var farið að hóta dimmu úti þannig að við keyrðum í smá stund í viðbót og ætluðum svo að leggja okkur.
Ekki nóg með að það var farið að dimma heldur var þokulæða úti. Frekar spúkí. Akkurat á þessum tímapunkti þá var Ipoddinn farinn að verða tæpur á batteríi þannig að við tékkuðum á útvarpinu. Fengum ekkert nema einhverjar funký erlendar rásir! norskt, rússneskt og eitthvað annað stöff.
Dimmt úti, þokulæða yfir öllu og útvarpið að apeshitta með erlendum rásum!
Með þessa senu í gangi fórum við að leita að næturstað til að gista á. Við renndum inn á Djúpavog og skimuðum bæinn. Ætlunin var að gista í bílnum.
Eftir rúnt um þorpið komu fjórir staðir til greina til að leggja bílnum yfir nóttina.
1.Rétt fyrir utan bæinn í þokulæðunni
2.Við hliðiná kirkju
3.hjá öllum túristunum
4.við sjóinn
5.Í portinu hjá Eimskip og Steinasafninu.
Valmöguleiki eitt, allt of spúkí. Það hefði pottþétt komið einhver útlagi eða tröllskessa og bankað á rúðurnar. Valmöguleiki tvö, uuuuu instant dauði. Ég hef séð allt of margar myndir til vita að maður parkerar ekki við hliðiná kirkju. Valmöguleiki þrjú, ekki séns. Valmöguleiki fjögur, við hugsuðum þetta þar til við sáum gamla konu horfandi á sjóinn þarna skammt frá og fengum ,,stúlkan sem starar á hafið" eftir Bubba á heilann. Vorum rokin þaðan á núll punktur einni.
Útilokunaraðferðin skildi eftir valmöguleika fimm og við komum okkur vel fyrir í portinu. Eða eins vel og hægt var miðað við að gista í bíl.
Við sáum fram á kalda nótt í bílnum þar til ég mundi eftir paddington jakkanum mínum. Tada!!! hann breiddum við yfir okkur og féllum í ljúfan svefn. Hrukkum svo upp þegar þrjátíuogsex hjóla trukkur keyrði inn í hlaðið um miðja nóttina og byrjaði að afferma! greit.
Við fylgdumst með í von um að þeir tækju ekki eftir okkur. Þeir fóru að lokum. Hjúkk.
Við svifum þá inn í draumalandið á ný. BEM!!! annar trukkur. Klukkutíma síðar. Æðislegt.
En eftir stormasama nótt vöknuðum við klukkan 6 þegar það var orðið vel bjart og héldum áfram.
to be continued....
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 153544
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.