Leita í fréttum mbl.is

Hringferð: Dagur eitt, seinni partur

.....þarna vorum við sem sagt bara vopnuð myndavél, góða skapinu, pepsi max og nammi á leiðinni hringinn. Bara með fötin sem við vorum í, og í mínu tilfelli öll orðin blaut, með hálf hlaðin ipod EN ég með Paddington jakkann minn(sem átti eftir að koma að góðum notum síðar í sögunni).

Á þessum tímapunkti var klukkan að ganga kvöldmatur. Við stoppuðum því á Kirkjubæjarklaustri í sjoppunni þar.

Ég fór í blautu fötin og vippaði mér inn til að fá afgreiðslu innan um alla þessa túrhesta. Ég bað um sveittasta ostborgarann mínus laukur og by golly það var einmitt það sem ég fékk.

Við settumst niður á borð til að snæða.

Ég byrjaði instantlí að finna þessa líka funký svitalykt. Ég lyktað af sjálfum mér. Ekkert. Ég laumaðist til að lykta af Betu. Ekkert. Var það sveitti ostborgarinn? Nei. Þá var það bara gæjinn á næsta borði sem var svona sveittur. Ok champ, hugsaði ég, you can do this!

Borðandi mat í steikjandi svitafýlu er ekki mín hugmynd um ánægjulega stund. En ég lét mig hafa það. Þetta var jú ferðalag og allir að gera sitt besta.

Ég var alveg að verða búinn með borgarann þegar gæjinn prumpar!

I kid u not.

Ég stóð instantlí upp, tók allt draslið af borðinu og fór út.

Fokkin túristar. Eyðileggjandi allar máltíðir fyrir mér. Hata það.

To be konuteddid.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband