Leita í fréttum mbl.is

Hringferð: Dagur 1

Miðvikudagur:

Dagurinn byrjaði sem hver annar. Við skutluðum Sebas á leikskólann og fórum beint á bráðavaktina.

Ég er búinn að vera svo andstuttur og með krampa í vinstri kálfa í nokkra daga. Eins og ég vissi þá gat enginn sagt mér neitt að viti sem ég ekki vissi núþegar. Fór bara til að róa Betu.

Fékk púst og sýklalyf.

Tveim dögum síðar er ég jafn andstuttur og móður og núna er krampinn búinn að leiða upp í læri og stefnir upp í nára! HOLY MOTHA OF GOD!

Klukkan var svo orðin 14 og Beta kvartaði yfir því að sumarfríið hennar væri alveg að klárast og hana langði að gera eitthvað áður.

Við fórum því af stað úr bænum, ég, andstuttur með krampa og á sýklalyfjum, í einn skot túr um suðurlandið. Þriggja tíma rúntur eða svo. Kíkjum á nokkra fossa og málið dautt.

Við kíktum á Seljalandsfoss. Það var töff.
Við kíktum á Skógarfoss þar sem ég fór alveg upp að honum og gegnumbleytti öll föt. Ég var því bara á boxer í bílnum á leiðinni út að Hjörleifshöfða og rétt skellti mér í peysuna við myndatökur þar.

Svo fór ég að pæla hversu leim það yrði að þurfa að fara sömu leið tilbaka! Ég impraði á því við Betu og við vorum sammála um að það væri ömurlegt.

Við ákváðum því bara að fara hringinn í kringum landið í staðin.

Ég sagði við Betu, ,,Thelma! just keep driving" og hún hélt bara áfram að keyra. Með mig á boxer í bílnum.

Framhald síðar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband